Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit

Leyfið var veitt í dag.
Leyfið var veitt í dag. AFP/Mandel Ngan

Rík­is­stjórn Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta hef­ur samþykkt að gefa heim­ild fyr­ir olíu­leit á svæði í rík­is­eigu í Alaska en í fram­boðsher­ferð sinni til for­seta árið 2020 lofaði Biden að hann myndi ekki samþykkja slík leyfi.

Í dag veitti innviðaráðuneyti Banda­ríkj­anna ol­í­uris­an­um ConocoPhillips heim­ild til þess að bora eft­ir olíu á þrem­ur mis­mun­andi stöðum á jarðolíu­birgðasvæði þjóðar­inn­ar (e. Nati­onal Petroli­um Reser­ve) á Willow-svæðinu í Alaska.

Þegar Biden var í fram­boði til for­seta lofaði hann að fleiri heim­ild­ir yrðu ekki veitt­ar til olíu­leit­ar á svæðum í rík­is­eign og á síðustu miss­er­um hafa um­hverf­is­vernd­arsinn­ar og ýms­ir for­svars­menn frum­byggja á svæðinu mót­mælt því að þessi ákvörðun yrði tek­in.

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, samþykkti þess­ar aðgerðir á loka­spretti kjör­tíma­bils síns en dóm­ari vísaði mál­inu til frek­ari skoðunar.

„Kol­efn­is­sprengja“

„Það er of langt liðið á lofts­lagskrís­una til þess að samþykkja gríðar­stór­ar olíu- og bens­í­náætlan­ir sem brjóta beint í bága við hið nýja hreina efna­hags­kerfi sem rík­is­stjórn Bidens skuld­batt sig við að efla,“ seg­ir Abigail Dil­len, formaður um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Eart­hjustice, í yf­ir­lýs­ingu og bæt­ir við að Biden sé með þess­ari lög­gjöf að fara gegn eig­in lofts­lags­mark­miðum.

Hita­stig í rík­inu hafa hækkað hraðar en ann­arsstaðar í Banda­ríkj­un­um og ýms­ir um­hverf­issinn­ar hafa varað við því að frek­ari olíu­vinnsla á svæðinu muni aðeins flýta fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­um.

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in Green­peace hafa kallað áætlan­irn­ar „kol­efn­is­sprengju“.

Á vefsíðunni Change.org hef­ur rúm­lega þrem­ur millj­ón­um und­ir­skrifta verið safnað og mik­il umræða hef­ur mynd­ast í kring um málið á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok und­ir myllu­merk­inu #StopWillow, en áætlan­irn­ar eru kallaðar Willow-áætlan­irn­ar, í höfuðið á svæðinu sem um er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert