Tæpar 600 milljónir í snjómokstur

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna snjómoksturs í desember 2022 og janúar 2023 …
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna snjómoksturs í desember 2022 og janúar 2023 var tæplega 600 milljónir króna samanlagt. mbl.is/Árni Sæberg

Kostnaður Reykja­vík­ur­borg­ar vegna snjómokst­urs í des­em­ber 2022 og janú­ar 2023 var tæp­lega 600 millj­ón­ir króna sam­an­lagt, eða 245 millj­ón­ir fyr­ir des­em­ber og 349 millj­ón­ir fyr­ir janú­ar.

Kostnaður­inn fer fram úr áætl­un­um enda get­ur verið erfitt að meta kostnað við snjómokst­ur fyr­ir fram. Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Hjalta J. Guðmunds­son­ar, skrif­stofu­stjóra um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Þar seg­ir einnig að erfitt hafi verið að meta hve mörg tæki voru að störf­um að jafnaði en föstu tæki borg­ar­inn­ar, sem sinna snjóruðningi á göt­um, stofnanalóðum og göngu- og hjóla­leiðum, hafi verið 32 tals­ins. Til viðbót­ar hafi verið auka­tæki sem voru mis­mun­andi mörg eft­ir aðstæðum, en þegar mest lét voru 110 tæki úti í seinni hluta janú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert