„Þetta er einfaldlega samfélagslegt mein“

Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu tók á móti metfjölda tilkynninga um grun …
Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu tók á móti metfjölda tilkynninga um grun um peningaþvætti á nýliðnu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu tók á móti met­fjölda til­kynn­inga um grun um pen­ingaþvætti á nýliðnu ári.

Í nýj­asta þætti Hvítþvott­ar, hlaðvarps um pen­ingaþvætti, seg­ir Guðmund­ur Hall­dórs­son, lög­reglu­full­trúi hjá skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu, pen­ingaþvætti eiga fjöl­marga snertifleti í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Þetta er ein­fald­lega sam­fé­lags­legt mein,“ seg­ir Guðmund­ur og nefn­ir að marg­ir glæp­ir feli í sér pen­ingaþvætti, m.a. þegar fólk reyn­ir að auðgast hratt og auðveld­lega með ólög­mæt­um hætti.

Fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, lög­mönn­um, end­ur­skoðend­um og fleir­um er skylt sam­kvæmt lög­um að til­kynna skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu um öll viðskipti sem þau grun­ar að rekja megi til pen­ingaþvætt­is eða fjár­mögn­un­ar hryðju­verka.

Skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu bár­ust alls 2.090 til­kynn­ing­ar um slík grun­sam­leg viðskipti í fyrra. Nær all­ar til­kynn­ing­arn­ar bár­ust frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, þ.e. fyr­ir­tækj­um sem lúta eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, eða 2.037. 19 til­kynn­ing­ar bár­ust frá öðrum til­kynn­ing­ar­skyld­um aðilum, 25 frá stjórn­völd­um og níu frá al­menn­um borg­ur­um. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá skrif­stof­unni.

Af þeim til­kynn­ing­um sem bár­ust í fyrra varðaði aðeins ein fjár­mögn­un hryðju­verka og rím­ar það við mat grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra um að litl­ar lík­ur séu á hryðju­verk­um hér á landi.

Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvotts.
Sig­urður Páll Gutt­orms­son, þátta­stjórn­andi Hvítþvotts. Ljós­mynd/​Aðsend

Skýr­ing­in ekki endi­lega meira pen­ingaþvætti

Á síðustu árum hef­ur til­kynn­ing­um til skrif­stof­unn­ar fjölgað gíf­ur­lega, en þær voru rétt um 1.200 árið 2018. Ný­lega virðist þó vera komið meira jafn­vægi í til­kynn­inga­fjöld­ann, en síðasta met var slegið árið 2020, þegar þær voru 2.033 tals­ins.

Auk­inn fjöldi til­kynn­inga þýðir ekki endi­lega að pen­ingaþvætti sé að sækja í sig veðrið hér­lend­is. Guðmund­ur nefn­ir að eft­ir­lit til­kynn­ing­ar­skyldra aðila virðist vera orðið öfl­ugra en áður og gæti það verið ein af meg­in­skýr­ing­um aukn­ing­ar­inn­ar.

Þrátt fyr­ir fjölda til­kynn­inga er Guðmund­ur bjart­sýnn á fram­haldið í bar­átt­unni gegn pen­ingaþvætti.

„Mín upp­lif­un er sú að við séum á leið í rétta átt og hlut­irn­ir séu sí­fellt að batna, hvert sem maður lít­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert