„Þetta er okkar vertíð“

Svokölluð páskaeggjavertíð hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur hjá …
Svokölluð páskaeggjavertíð hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur hjá íslensku sælgætisgerðunum þó enn sé tæpur mánuður í sjálfa páskana. Ljósmynd/Nói Siríus

Svo­kölluð páska­eggja­vertíð hef­ur nú staðið yfir í nokkr­ar vik­ur hjá ís­lensku sæl­gæt­is­gerðunum þó enn sé tæp­ur mánuður í sjálfa pásk­ana.

Fram­leiðslan hófst strax í des­em­ber á síðasta ári og hafa nokk­ur hundruð þúsund páska­egg verið sett sam­an. Stefn­an er sett á að selja hátt í 2 millj­ón­ir súkkulaðieggja fyr­ir páska.

„Ég er akkúrat að leysa af núna á meðan fólkið fer í kaffi. Ég er á fullu að búa til egg og steypa skelj­arn­ar,“ sagði Rafn Hall­dórs­son, fram­leiðslu­stjóri Góu, þegar Morg­un­blaðið sló á þráðinn.

Hann seg­ir fram­leiðsluna hafa gengið vel og að stefn­an sé sett á að fram­leiða á annað hundrað þúsund egg.

„Hrauneggið, það er eitt af þeim vin­sælu, og svo appol­ó­eggið, kara­mellu­eggið og egg með hvít­usúkkulaði. Við erum með alla flór­una,“ seg­ir Rafn spurður út í vin­sæl­ustu egg­in.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert