„Þetta er okkar vertíð“

Svokölluð páskaeggjavertíð hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur hjá …
Svokölluð páskaeggjavertíð hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur hjá íslensku sælgætisgerðunum þó enn sé tæpur mánuður í sjálfa páskana. Ljósmynd/Nói Siríus

Svokölluð páskaeggjavertíð hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur hjá íslensku sælgætisgerðunum þó enn sé tæpur mánuður í sjálfa páskana.

Framleiðslan hófst strax í desember á síðasta ári og hafa nokkur hundruð þúsund páskaegg verið sett saman. Stefnan er sett á að selja hátt í 2 milljónir súkkulaðieggja fyrir páska.

„Ég er akkúrat að leysa af núna á meðan fólkið fer í kaffi. Ég er á fullu að búa til egg og steypa skeljarnar,“ sagði Rafn Halldórsson, framleiðslustjóri Góu, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn.

Hann segir framleiðsluna hafa gengið vel og að stefnan sé sett á að framleiða á annað hundrað þúsund egg.

„Hrauneggið, það er eitt af þeim vinsælu, og svo appolóeggið, karamellueggið og egg með hvítusúkkulaði. Við erum með alla flóruna,“ segir Rafn spurður út í vinsælustu eggin.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert