Þorgerður og Bjarni tókust á um orkumál

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar, tókust …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar, tókust á um orkumál. Samsett mynd/mbl.is

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók­ust á um aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

Þor­gerður spurði hvernig rík­is­stjórn­in hygðist mæta lofts­lags­mark­miðum þegar eng­in orka væri til staðar til þess að ráðast í græn orku­skipti og hvernig rjúfa ætti þá kyrr­stöðu sem hefði ríkt í orku­mál­um á vakt rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Virkja þurfi vind­inn

„Það var ekki til að hjálpa þró­un­inni að á tíu ára tíma­bili gat þingið ekki kom­ist að niður­stöðu en það var svo í þess­ari rík­is­stjórn sem mál­in voru kláruð. Ég tel að við þurf­um að leiða fram reglu­verk um vindorku á Íslandi og ég horfi þannig á mál­in að við mun­um ekki ná mark­miðum okk­ar að draga úr los­un nema vind­ur­inn verði virkjaður,“ sagði Bjarni.

Þor­gerður kallaði eft­ir því að reynt yrði á meiri­hluta þings­ins til þess að hægt væri að ýta ein­hverju áfram, ef það væri al­vara um að ná mark­miðum um orku­skipti árið 2030.

Ryðja þurfi burt öllu tefj­andi reglu­verki

Bjarni benti þá á að ein­fald­ast væri að koma í þingsal og samþykkja mark­mið um los­un eða fljúga um all­an heim til þess að skrifa upp á metnaðarfull mark­mið.

„Það er létt­vægt að koma hingað og samþykkja aðgerðir um los­un en það þarf frek­ari aðgerðir sam­an­ber því sem gert er í Evr­ópu­sam­band­inu. Finn­ist ein­hvers staðar grænn virkj­un­ar­kost­ur þá ber að ryðja burtu öllu reglu­verki sem tef­ur fyr­ir því að hann sé nýtt­ur,“ sagði Bjarni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert