Veikindi af völdum myglusvepps mögulega vanskráð

Óvissa er með hvernig leiðbeiningar heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið um skráningu …
Óvissa er með hvernig leiðbeiningar heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið um skráningu mygluveikinda. Ljósmynd/Colourbox

Á ár­un­um 2012 til 2022 voru 462 viðtöl á heilsu­gæslu­stöðvum hér á landi þar sem sjúk­dóms­grein­ing­in myglu­sveppa­sýki var skráð í sjúkra­skrá ein­stak­lings. Ekki er þó víst að þess­ar töl­ur gefi rétta mynd af um­fangi slíkra veik­inda, þar sem mögu­leiki er á að um van­skrán­ingu sé að ræða.

Fjöldi viðtala hef­ur hins veg­ar farið stig­vax­andi með hverju ár­inu. Árin 2014 og 2015 voru eng­in slík viðtöl skráð en árið 2022 voru viðtöl­in 133.

Á Land­spít­al­an­um og Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri voru 34 kom­ur á ár­un­um 2010 til 2022, þar sem sama sjúk­dóms­grein­ing var skráð. Þá voru 7 ein­stak­ling­ar lagðir inn í 8 skipti á ár­un­um 2005 til 2022, vegna veik­inda af völd­um myglu­sveppa­sýki.

Óvissa með leiðbein­ing­ar til starfs­fólks

Þetta kem­ur fram í svari Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Lilju Raf­n­eyj­ar Magnús­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, um hve mörg til­vik væru skráð þar sem full­orðnir og börn hafa veikst vegna raka­skemmda, myglu og ým­iss kon­ar bygg­ing­argalla.

Hugs­an­legt er myglu­sveppa­sýki eða veik­indi af völd­um myglu og raka­skemmda séu van­skráð í heil­brigðis­kerf­inu þar sem óvíst er hve mikl­ar leiðbein­ing­ar heil­brigðis­starfs­fólk hef­ur fengið um notk­un svo­kallaðs lyk­ils, sem upp­lýs­ing­arn­ar eru skráðar á. Ekki er því ljóst hve þekj­andi skrán­ing­in er, að seg­ir í svar­inu.

Skráðar upp­lýs­ing­ar eru ekki flokkaðar eft­ir aldri eða öðrum upp­lýs­ing­um um þá ein­stak­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert