Virkilega góð stemning í fjallinu

Um tvö þúsund manns gerðu sér ferð í Hlíðarfjall á …
Um tvö þúsund manns gerðu sér ferð í Hlíðarfjall á laugardaginn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Aðstæður voru eins og best verður á kosið í Hlíðarfjalli um helg­ina að sögn, Brynj­ars Helga Ásgeirs­son­ar, for­stöðumanns í Hlíðarfjalli, en um tvö þúsund manns fóru í fjallið á laug­ar­dag­inn.

„Þetta voru bara eins og pásk­ar, það var mjög kalt, heiðskírt og gott skyggni. Það var virki­lega góð stemn­ing í fjall­inu um helg­ina en upp úr fe­brú­ar fer traffík­in að koma að sunn­an,“ seg­ir Brynj­ar og bæt­ir við að ferðir á veg­um skóla og fé­lags­miðstöðva hafi verið áber­andi um helg­ina.

mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Heim­sókn­um út­lend­inga í Hlíðarfjall fjölg­ar tals­vert í ár frá fyrri árum og fagn­ar Brynj­ar góðri mæt­ingu í fjallið frá ólík­um hóp­um.

„Það hef­ur verið virki­lega góð mæt­ing í fjallið þegar við höf­um getað haft opið. Við höf­um séð mikla fjölg­un ferðamanna en heima­menn eru líka dug­leg­ir að mæta og þá sér­stak­lega í des­em­ber og janú­ar,“ seg­ir Brynj­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert