Átta bílar skemmdir eftir óhapp í Álfheimum

Verið er að flytja bíla af vettvangi.
Verið er að flytja bíla af vettvangi. mbl.is

Bif­reið var ekið á rúðu hár­greiðslu­stofu í Álf­heim­um. Eng­in telj­andi meiðsl urðu á fólki en fjöldi bíla skaddaðist við óhappið.

„Það voru átta bíl­ar tjónaðir af völd­um þessa óhapps en eng­in telj­andi meiðsl á fólki,“ seg­ir Þor­steinn Gunn­ars­son, aðstoðar­varðstóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins og sjá má sluppu bílarnir ekki vel frá óhappinu.
Eins og sjá má sluppu bíl­arn­ir ekki vel frá óhapp­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tveir voru flutt­ir á slysa­deild með minni­hátt­ar meiðsl. 

Útkall vegna slyss­ins barst til slökkviliðsins um klukk­an 12.30. Mik­ill viðbúnaður er á staðnum vegna fjölda bíla á svæðinu. Þá er rúða hár­greiðslu­stof­unn­ar brot­in. Ekki er ljóst hvað olli því að ökumaður­inn keyrði á rúðuna. 

Ekki fékkst staðfest hvort að ökumaður hafi verið einn í bíln­um. Guðmund­ur Pét­ur Guðmunds­son, lög­reglu­full­trúi seg­ir þó að um eldri mann hafi verið að ræða. 

Klukk­an 13.56 var enn verið að flytja bíla af vett­vangi og ganga frá svæðinu. 

Lögregla og slökkvilið er enn á svæðinu.
Lög­regla og slökkvilið er enn á svæðinu. mbl.is

Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert