Bifreið var ekið á rúðu hárgreiðslustofu í Álfheimum. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en fjöldi bíla skaddaðist við óhappið.
„Það voru átta bílar tjónaðir af völdum þessa óhapps en engin teljandi meiðsl á fólki,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl.
Útkall vegna slyssins barst til slökkviliðsins um klukkan 12.30. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna fjölda bíla á svæðinu. Þá er rúða hárgreiðslustofunnar brotin. Ekki er ljóst hvað olli því að ökumaðurinn keyrði á rúðuna.
Ekki fékkst staðfest hvort að ökumaður hafi verið einn í bílnum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi segir þó að um eldri mann hafi verið að ræða.
Klukkan 13.56 var enn verið að flytja bíla af vettvangi og ganga frá svæðinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.