Aukin ölvun samfara þungri lund ungmenna

Þórhildur og samstarfsfólk hennar við HR könnuðu áhrif kórónuveirufaraldursins á …
Þórhildur og samstarfsfólk hennar við HR könnuðu áhrif kórónuveirufaraldursins á geðheilsu og vímuefnanotkun ungmennanna og byggðu rannsókn sína á 64.000 svörum þeirra við spurningum Rannsókna og greiningar frá árunum 2018 og 2020 til 2022. mbl.is/Hari

„Við hóf­um að rann­saka þetta árið 2021 og vor­um þá með gögn frá Rann­sókn­um og grein­ingu, sem leggja spurn­ing­ar fyr­ir öll 13 til 18 ára ung­menni á land­inu sem eru í skóla,“ seg­ir Þór­hild­ur Hall­dórs­dótt­ir, lektor í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þór­hild­ur og sam­starfs­fólk henn­ar við HR könnuðu áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á geðheilsu og vímu­efna­notk­un ung­menn­anna og byggðu rann­sókn sína á 64.000 svör­um þeirra við spurn­ing­um Rann­sókna og grein­ing­ar frá ár­un­um 2018 og 2020 til 2022. Birti heil­brigðis­vís­inda­ritið Lancet niður­stöðurn­ar á föstu­dag­inn var í sér­blaði sínu Child & Ado­lescent Health.

Það eru slæmu frétt­irn­ar

„Við fund­um strax árið 2020, snemma í far­aldr­in­um, að van­líðan jókst, sér­stak­lega þung­lyndis­ein­kenni, en á hinn bóg­inn dróst vímu­efna­neysla sam­an, það er að segja notk­un á síga­rett­um, rafrett­um og áfengi og þá erum við að tala um til­felli þegar svar­end­ur drukku sig fulla, spurt var hvort þeir hefðu gert það síðustu 30 daga,“ held­ur Þór­hild­ur áfram.

Við skoðun gagna árs­ins 2022 komust Þór­hild­ur og sam­starfs­fólk henn­ar að raun um að aukið þung­lyndi og van­líðan væri viðvar­andi hjá hópn­um þrátt fyr­ir að áhrifa far­ald­urs­ins gætti í mjög dvín­andi mæli. „Það eru auðvitað slæmu frétt­irn­ar,“ seg­ir lektor­inn en bend­ir á að á hinn bóg­inn hafi tób­aksneysl­an áfram verið á niður­leið en áfeng­is­drykkja hins veg­ar færst í auk­ana eft­ir að sam­komu­bönn­um var aflétt.

Ólund og áfengi vond blanda

Þór­hild­ur býður þá til­gátu um minni áfeng­isneyslu í far­aldr­in­um að fyrstu skref ung­linga á þeim vett­vangi séu gjarn­an í par­tí­um með jafn­öldr­um þar sem marg­ir smakki áfengi í fyrsta sinn. „Núna voru eng­in partí svo þau byrjuðu ekk­ert að prófa sig áfram, þetta er svo fé­lags­legt á þess­um tíma,“ bend­ir hún á, „áfeng­isneysl­an er að fær­ast í fyrra horf og hér er áhyggju­efni að van­líðan auk­ist sam­fara áfeng­is­drykkju, það er ekki já­kvæð blanda og þetta er eitt­hvað sem þarf að fylgj­ast með,“ seg­ir Þór­hild­ur og nefn­ir íhlut­un í skóla­kerf­inu sem mögu­lega leið til úr­bóta hvað þá þróun snert­ir sem hún og sam­starfs­fólk henn­ar sjá gegn­um rann­sókn­ir sín­ar.

„Fólk er ekki búið að jafna sig al­mennt eft­ir far­ald­ur­inn held ég og ung­menni átta sig al­veg á því að þau hafa misst af ein­hverju í sín­um upp­vexti, það er hræðilegt að vera 16 ára og missa af fyrsta ár­inu í menn­tó, þetta er mjög leiðin­leg­ur raun­veru­leiki.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert