Dregur úr frostinu á fimmtudag og föstudag

Frost verður á bilinu 4 til 12 stig í dag.
Frost verður á bilinu 4 til 12 stig í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag og á morg­un er áfram norðlæg átt í vænd­um, víða á bil­inu 8-13 m/​s, en hvass­ari vind­streng­ir geta látið á sér kræla við aust­ur­strönd­ina.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands seg­ir að bú­ast megi við élj­um á Norður- og Aust­ur­landi og jafn­vel sam­felldri snjó­komu um tíma á norðaust­an­verðu land­inu á morg­un. Því geta verið slæm akst­urs­skil­yrði á þeim slóðum.

Sunn­an heiða verður hins veg­ar þurrt og bjart veður.

Áfram er út­lit fyr­ir tals­vert frost á öllu land­inu sem verður á bil­inu 4 til 12 stig.

Spár gera þó ráð fyr­ir að það dragi úr frost­inu á fimmtu­dag og föstu­dag.

Veður­vef­ur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert