Í dag og á morgun er áfram norðlæg átt í vændum, víða á bilinu 8-13 m/s, en hvassari vindstrengir geta látið á sér kræla við austurströndina.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að búast megi við éljum á Norður- og Austurlandi og jafnvel samfelldri snjókomu um tíma á norðaustanverðu landinu á morgun. Því geta verið slæm akstursskilyrði á þeim slóðum.
Sunnan heiða verður hins vegar þurrt og bjart veður.
Áfram er útlit fyrir talsvert frost á öllu landinu sem verður á bilinu 4 til 12 stig.
Spár gera þó ráð fyrir að það dragi úr frostinu á fimmtudag og föstudag.