Dubliner-skyttan í gæsluvarðhald

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæp­lega þrítug­ur karl­maður hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald fram á föstu­dag að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Maður­inn er grunaður um að hafa skotið úr byssu inni á The Dubliner á sunnu­dags­kvöld.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að maður­inn verði í varðhaldi fram til klukk­an 16 á föstu­dag á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Seg­ir enn­frem­ur að ekki verði veitt­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert