Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið úr byssu inni á The Dubliner á sunnudagskvöld.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn verði í varðhaldi fram til klukkan 16 á föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Segir ennfremur að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.