Fékk starf með skilyrði um að taka dótturina líka

Geiri, Annabella og dæturnar. Frá vinstri: Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir, Sigríður …
Geiri, Annabella og dæturnar. Frá vinstri: Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir, Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Óskar Erlendsson og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir.

„Þetta er orðið ágætt. Ég held að ég hafi al­veg skilað mínu,“ seg­ir Sig­ur­geir Óskar Er­lends­son, bak­ara­meist­ari í Geira­baka­ríi í Borg­ar­nesi, sem er að láta af störf­um eft­ir 35 ára rekst­ur baka­rís­ins.  

„Núna get ég kannski spilað meira golf, verið meira í bú­staðnum eða dvalið meira á Sigluf­irði,“ seg­ir Sig­ur­geir sem verður 69 ára á ár­inu.

Eft­ir svo langt starf er Sig­ur­geir því flest­um bæj­ar­bú­um kunn­ur en við rekstr­in­um tek­ur Sig­urþór Kristjáns­son sem áður var í læri hjá Geira og hef­ur starfað í baka­rí­inu í lengri tíma.  

Ætlaði að stoppa í 1 ár 

„Þetta eru tölu­verð tíma­mót þar sem maður er bú­inn að vera í þessu í all­an þenn­an tíma. Ég flutti hingað árið 1975 en hafði verið fyr­ir það að vinna í baka­ríi á Sigluf­irði í 2-3 ár. Ég ætlaði stoppa í Borg­ar­nesi í 1 ár en er hér enn,“ seg­ir Sig­ur­geir 

Hann seg­ir að upp­haf rekst­urs­ins megi rekja til gam­als læri­meist­ara og Sigl­f­irðings Al­berts Hólm Þorkels­son­ar sem um langa hríð rak bakarí í Borga­nesi. „Ég var á Sigluf­irði í 2-3 ár og svo lokaði baka­rí­inu þar. Ég þekkti svo Al­bert og vissi að hann væri að reka bakarí á í Borg­ar­nesi. Hann sagði að ég myndi ekki fá vinnu nema með því að taka dótt­ur­ina líka. Eða það er í það minnsta það sem ég hef sagt kon­unni á seinni árum,“ seg­ir Sig­ur­geir og hlær en Al­bert varð, eins og frá­sögn­in ber með sér, síðar tengdafaðir hans.  

Hann starfaði hjá Al­berti um nokk­ur skeið áður en hann hóf sjálf­stæðan rekst­ur árið 1988 með stofn­un Geira­baka­rís. 

Heims­frægt bakarí 

Sig­ur­geir seg­ir að fólk hafi tekið vel í það að hann sé að hætta. „Þetta eru bein skipti. Fólk þekk­ir Sig­urþór Kristjáns­son þar sem hann hef­ur verið í baka­rí­inu lengi. Hann og kon­an hans (Þór­dís Arn­ar­dótt­ir) taka við en ég og kon­an mín (Anna­bella Al­berts­dótt­ir) stíg­um til hliðar.“ 

Að lík­ind­um er Geira­bakarí með fræg­ari bakarí­um á Íslandi með til­liti til heims­frægðar þar sem því brá fyr­ir í kvik­mynd Bens Stiller, The secret life of Walter Mitty. Geiri seg­ir að mörg­um út­lend­ing­um hafi þótt það merki­legt þegar það sá mynd af baka­rí­inu úr mynd­inni. „Ég er enn með mynd­ir uppi frá þess­um tíma. Útlend­ing­arn­ir hafa gam­an að þessu," seg­ir Sig­ur­geir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert