„Fólk er ekki búið að jafna sig“

Þórhildur Halldórsdóttir lektor og samstarfsfólk hennar við HR telja ungt …
Þórhildur Halldórsdóttir lektor og samstarfsfólk hennar við HR telja ungt fólk ekki búið að jafna sig eftir faraldurinn, þunglyndi hefur aukist meðal ungmenna og áfengisdrykkja einnig. Haraldur Jónasson/Hari

„Við hóf­um að rann­saka þetta árið 2021 og vor­um þá með gögn frá Rann­sókn­um og grein­ingu sem legg­ur spurn­ing­ar fyr­ir öll 13 til 18 ára ung­menni á land­inu sem eru í skóla,“ seg­ir Þór­hild­ur Hall­dórs­dótt­ir, lektor í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is.

Þór­hild­ur og sam­starfs­fólk henn­ar við HR könnuðu áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á geðheilsu og vímu­efna­notk­un ung­menn­anna og byggðu rann­sókn sína á 64.000 svör­um þeirra við spurn­ing­um Rann­sókna og grein­ing­ar frá ár­un­um 2018 og 2020 til 2022. Birti heil­brigðis­vís­inda­tíma­ritið Lancet niður­stöðurn­ar á föstu­dag­inn var í sér­blaði sínu Child & Ado­lescent Health.

„Við fund­um strax árið 2020, snemma í far­aldr­in­um, að van­líðan jókst, sér­stak­lega þung­lyndis­ein­kenni, en á hinn bóg­inn dróst vímu­efna­neysla sam­an, það er að segja notk­un á síga­rett­um, rafrett­um og áfengi og þá erum við að tala um til­felli þegar svar­end­ur drukku sig fulla, spurt var hvort þeir hefðu gert það síðustu 30 daga,“ held­ur Þór­hild­ur áfram.

Eng­in partý – minni drykkja

Við skoðun gagna árs­ins 2022 komust Þór­hild­ur og sam­starfs­fólk henn­ar að raun um að aukið þung­lyndi og van­líðan væri viðvar­andi hjá hópn­um þrátt fyr­ir að áhrifa far­ald­urs­ins gætti í mjög dvín­andi mæli. „Það eru auðvitað slæmu frétt­irn­ar,“ seg­ir lektor­inn en bend­ir á að á hinn bóg­inn hafi tób­aksneysl­an áfram verið á niður­leið en áfeng­is­drykkja hins veg­ar færst í auk­ana eft­ir að sam­komu­bönn­um var aflétt.

Þórhildur telur hugsanlegt að íhlutunar sé þörf, til dæmis gegnum …
Þór­hild­ur tel­ur hugs­an­legt að íhlut­un­ar sé þörf, til dæm­is gegn­um skóla­kerfið, til að grípa ung­ling­ana áður en mál­in þró­ist hugs­an­lega á verri veg. Ljós­mynd/​Há­skól­inn í Reykja­vík

Þór­hild­ur býður þá til­gátu um minni áfeng­isneyslu í far­aldr­in­um að fyrstu skref ung­linga á þeim vett­vangi séu gjarn­an í partýj­um með jafn­öldr­um þar sem marg­ir smakki áfengi í fyrsta sinn. „Vegna sam­komutak­mark­ana voru eng­in partý svo þau byrjuðu ekk­ert að prófa sig áfram, þetta er svo fé­lags­legt á þess­um tíma,“ bend­ir hún á, „áfeng­isneysl­an er að fær­ast í fyrra horf og hér er áhyggju­efni að van­líðan auk­ist sam­fara áfeng­is­drykkju, það er ekki já­kvæð blanda og þetta er eitt­hvað sem þarf að fylgj­ast með,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Reiði meðal nem­enda við HR

Hvernig tel­ur hún að á því standi að þung­lyndi og van­líðan sé viðvar­andi ástand hjá ís­lensk­um ung­menn­um í kjöl­far far­ald­urs­ins?

„Það er spurn­ing hvort Covid-19-far­ald­ur­inn hafi komið sem mik­ill streitu­vald­ur inn í líf ungs fólks og valdið langvar­andi aukn­ingu. Fólk er ekki búið að jafna sig al­mennt eft­ir far­ald­ur­inn held ég og ung­menni átta sig al­veg á því að þau hafa misst af ein­hverju í sín­um upp­vexti. Maður get­ur til dæm­is ímyndað sér að það sé hræðilegt að vera 16 ára og missa af fyrsta ár­inu í menn­tó, þegar maður er að hitta alla og kynn­ast öll­um, þetta er mjög leiðin­leg­ur raun­veru­leiki,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Hún seg­ist enn frem­ur hafa heyrt af reiði meðal nem­enda við Há­skól­ann í Reykja­vík í kjöl­far langvar­andi fjar­náms og tak­mark­ana á staðnámi. „Þetta hef­ur verið mjög flókið og við erum enn að sjá áhrif­in af þessu, þetta virðist halda áfram,“ seg­ir hún.

Fjölg­un hring­inga í Rauða kross­inn

Sam­starfs­fólk Þór­hild­ar við rann­sókn­ina eru þau Ingi­björg Eva Þóris­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Pla­net Youth, sem ásamt Þór­hildi stjórn­ar rann­sókn­inni, Heiðdís Valdi­mars­dótt­ir, Bryn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir og Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fess­or­ar við sál­fræðideild HR, og Guðjón Ágústs­son og Sæ­unn Óskars­dótt­ir, nem­end­ur við skól­ann.

Kveikj­una að rann­sókn­inni seg­ir Þór­hild­ur meðal ann­ars hafa verið tíðar frétt­ir af ungu fólki og líðan þess meðan á far­aldr­in­um stóð. „Þetta var mikið í fjöl­miðlum, þar var til dæm­is fjallað um mikla fjölg­un hring­inga til Rauða kross­ins vegna van­líðanar hjá börn­um og ung­ling­um. Fólk hafði skilj­an­lega mikl­ar áhyggj­ur af af­leiðing­um far­ald­urs­ins. Því langaði mig að kanna á hlut­laus­an hátt hvort þarna væri raun­veru­leg aukn­ing eða ekki á van­líðan og þá voru gögn­in frá Rann­sókn­um og grein­ingu nátt­úru­lega al­veg full­kom­in í það,“ út­skýr­ir hún.

Ísland njóti þeirr­ar sér­stöðu í heim­in­um að hafa gögn frá nán­ast öll­um ung­menn­um lands­ins, að minnsta kosti öll­um sem eru í skóla. „Það eru eng­in önn­ur lönd sem eru með gögn á landsvísu bæði fyr­ir og eft­ir Covid. Það er nefni­lega vanda­samt að mæla þetta því það þarf að bera sam­an ár­ganga, ekki bara fylgja eft­ir ein­um hópi. Við vit­um að þung­lyndis­ein­kenni til dæm­is og áfeng­isneysla eykst á þess­um árum svo ef þú skoðar bara einn hóp gæt­irðu aldrei sagt til um hvort aukn­ing­in sé eðli­leg eða hún sé meiri vegna til­komu Covid. En með gögn­un­um frá Rann­sókn­um og grein­ingu gát­um við gert það af því við vor­um alltaf að bera sam­an heila ár­ganga af jafn­öldr­um,“ held­ur Þór­hild­ur áfram.

Tungu­mál á heim­ili ekki ráðandi þátt­ur

Meðal þess sem sam­starfs­fólkið rann­sakaði einnig var sú breyta hvort ís­lenska væri töluð heima fyr­ir eða ekki með til­liti til þess hvort ung­menni sem ekki ættu sér fjöl­skyldu­bak­grunn hér á landi væru í meiri áhættu, það hefðu sum­ar rann­sókn­ir er­lend­is sýnt. „Það virt­ist ekki vera áhættuþátt­ur hér­lend­is, þetta reynd­ist ekki vera viðkvæm­ari hóp­ur,“ seg­ir Þór­hild­ur og kveður þau einnig hafa skoðað hvort hér hefði áhrif að búa í Reykja­vík eða ann­ars staðar. Það hafi held­ur ekki skipt máli.

„Það sem skipti hins veg­ar máli var fé­lags­leg­ur stuðning­ur for­eldra, hann var alltaf vernd­andi, óháð því hvort streitu­vald­ur­inn hafi verið Covid eða ekki, þannig að al­mennt séð þarf að passa upp á góð tengsl milli for­eldra og ung­menna,“ seg­ir Þór­hild­ur og nefn­ir svefn sem ann­an mik­il­væg­an vernd­andi þátt. Ung­menni, sem hafi haldið sinni svefn­rútínu og sofið minnst átta klukku­stund­ir á nóttu, hafi haft það betra.

„En það að við fund­um ekki neina ákveðna áhættu­hópa eða eitt­hvað sem var sér­stak­lega vernd­andi, bara heilt yfir, bend­ir til þess að við þurf­um ef til vill að kanna að vera með stór­tæka íhlut­un til að reyna að grípa ung­menn­in okk­ar og koma til móts við þessa aukn­ingu á van­líðan,“ seg­ir Þór­hild­ur og nefn­ir þar íhlut­un í skóla­kerf­inu sem mögu­lega leið til úr­bóta.

Hvernig sæi hún fyr­ir sér að slík íhlut­un yrði fram­kvæmd?

„Það hef­ur verið gert áður og hef­ur reynst mjög vel, til dæm­is var einni slíkri íhlut­un ætlað að draga úr þung­lyndis­ein­kenn­um. Þetta er allt byggt á hug­rænni at­ferl­is­meðferð sem er gagn­reynd aðferð til að draga úr geðræn­um ein­kenn­um, sér­stak­lega þung­lyndi og kvíða,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Aðgerðir sem ekki eru ókeyp­is

Til að ráðast í slík­ar aðgerðir þurfi þó eins og venju­lega pen­inga og ekki liggja þeir alltaf á lausu. „Það er það flókna. Og svo þarf að þjálfa fólk í þetta og viðhalda þessu því ef þetta er sett bara í kerfið og eng­inn er að fylgj­ast með dvína áhrif­in alltaf,“ seg­ir Þór­hild­ur sem mun fylgja þeirri vinnu eft­ir sem nú hef­ur þegar verið unn­in og hyggst hún næst beina sjón­um sín­um að þeim hópi sem fædd­ur er árið 2004.

„Við för­um af stað með það eft­ir nokkr­ar vik­ur, við ætl­um að skoða bet­ur hvaða þætt­ir eru vernd­andi og hvaða þætt­ir eru áhættuþætt­ir. Maður þarf að vera með mæl­ing­ar fyr­ir og eft­ir til að geta fengið skýr­ari mynd af því hvað er að ger­ast,“ seg­ir Þór­hild­ur Hall­dórs­dótt­ir lektor að lok­um af rann­sókn­um sín­um og sam­starfs­fólks­ins við Há­skól­ann í Reykja­vík þar sem niður­stöðurn­ar eru að sumu leyti uggvekj­andi og sýna svo ekki verður um villst að heims­far­ald­ur­inn er enn á sveimi í hug­skoti ungu kyn­slóðar­inn­ar þótt öll boð hans og bönn séu löngu liðin tíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert