Fóru á hestbaki á tökustað

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:38
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:38
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Volaða land er að mörgu leyti „heima­gerð“ kvik­mynd að sögn leik­stjór­ans Hlyns Pálma­son­ar, sem var gest­ur Ragn­heiðar Birg­is­dótt­ur í Dag­mál­um. 

Hlyn­ur er upp­al­inn á Höfn í Hornafirði og er flutt­ur þangað aft­ur með fjöl­skyldu sinni eft­ir margra ára dvöl í Dan­mörku. Sögu­svið Volaða lands eru að mestu svæðið þar í kring. 

„Ég hlakka mikið til þess að sýna fólki frá Hornafirði og Aust­ur-Skafta­fells­sýslu mynd­ina af því þegar ég horfi á mynd­ina þá finn ég lykt­ina af henni og ég vona að þau finni hana líka. Þetta er mjög heima­gerð kvik­mynd að mörgu leyti. Hún er tek­in upp í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu, í Öræf­un­um, Mýr­un­um og Suður­sveit, Kollumúla og Horni. Og meira að segja fyr­ir utan húsið hjá pabba,“ seg­ir hann.

Hlynur Pálmasson, leikstjóri og handritshöfundur, og leikkonan Vic Carmen Sonne …
Hlyn­ur Pálmas­son, leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur, og leik­kon­an Vic Car­men Sonne við tök­ur á kvik­mynd­inni Volaða land. Ljós­mynd/​Ant­on Máni Svans­son

„Þú get­ur ekki keyrt á mikið af þess­um stöðum. Við vor­um með fullt af hest­um og þú get­ur ekk­ert farið með hvaða hesti sem er til dæm­is inn í Kollumúla. Þetta eru hest­ar sem hafa farið þarna árum sam­an og hafa lært ákveðna gang­teg­und. Það var mik­il­vægt að nýta þekk­ing­una á svæðinu. All­ir leik­ar­arn­ir sem eru í ferðahópn­um er fólk sem á hest­ana. Þetta er fjöl­skylda og fólk sem ég þekki mjög vel úr fjöl­skyldu kon­unn­ar minn­ar. Þess vegna segi ég að þetta sé heima­gert því það er virki­lega þannig til­finn­ing.“

Viðtalið við Hlyn má finna í heild sinni hér að neðan. Þar sagði hann frá gerð mynd­ar­inn­ar og ræddi al­mennt um sýn sína á kvik­myndalist­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert