Glerbrotum rigndi yfir kúnna og starfsfólk

Miklar skemmdir urðu á hársnyrtistofunni.
Miklar skemmdir urðu á hársnyrtistofunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikl­ar skemmd­ir urðu á hársnyrti­stof­unni Hár­fjelagið í Álf­heim­um eft­ir að bíl var ekið á rúðu stof­unn­ar. Fjór­ir voru þar inni þegar óhappið varð. Hársnyrt­ar stof­unn­ar segja eng­an hafa slasast hjá sér en at­vikið hafi verið þeim og kúnn­un­um mikið áfall.

„Við horfðum á þetta ger­ast all­an tím­ann og náðum að forða okk­ur frá öll­um gler­brot­un­um sem rigndi yfir hérna,“ segja Lilja Ragn­ars­dótt­ir og Auður Bryn­dís Sig­urðardótt­ir hársnyrt­ar Hár­fjelags­ins. Þær voru báðar með kúnna í stól­um sín­um þegar óhappið varð.

Aðspurðar segja þær at­b­urðarás­ina hafa verið snögga.

„Bíll­inn bakk­ar fyrst í burtu á bíla sem eru þá fyr­ir miðju stæðinu og það verður mik­ill dynk­ur. Við lít­um þá öll út um glugg­ann og þá sjá­um við að hann kem­ur á fleygi­ferð til baka og á glugg­ann og við hlaup­um í burtu.“

Þakk­lát­ar fyr­ir að ekki fór verr 

Hvað varðar rekst­ur­inn segj­ast þær ekki vita hvernig næstu dag­ar verði. Það muni koma í ljós. Menn frá trygg­ing­un­um séu mætt­ir til þess að þrífa og meta hús­næðið. Þá þurfi að loka fyr­ir brotnu rúðuna.

Lilja og Auður segj­ast mjög þakk­lát­ar fyr­ir að óhappið hafi gerst þegar lítið var af fólki á svæðinu. Mikið af börn­um sæki svæðið vegna ísbúðar sem er nokkr­um dyr­um frá. 

„Við erum mjög glaðar að all­ir séu heil­ir á húfi, þetta eru dauðir hlut­ir sem skemmd­ust, fyr­ir utan stúlk­una sem að slasaðist hér úti á plani en von­andi nær hún sér sem fyrst.“ Þær segja stúlk­una hafa verið að koma út úr bíl sem hafi verið keyrt á.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins voru tveir ein­stak­ling­ar flutt­ir á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar með minni­hátt­ar meiðsl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert