Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um grunsamlegar mannaferðir.
Í dagbók lögreglu kemur fram að sá grunsamlegi reyndist vera blaðberi.
Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem neituðu að borga fyrir far, auk þess sem þau eru grunuð um að hafa stolið munum í hans eigu úr leigubílnum.
Lögreglumenn umferðardeildar lögreglunnar sviptu ökumann vestur í bæ ökuréttindum sínum vegna hraðaksturs. Sá ók bifreið sinni á 84 km/klst. þar sem leyfður hámarkshraði er 40 km/klst.