Grunsamlegar mannaferðir reyndust blaðberi

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing í nótt um grun­sam­leg­ar manna­ferðir. 

Í dag­bók lög­reglu kem­ur fram að sá grun­sam­legi reynd­ist vera blaðberi.

Þá óskaði leigu­bíl­stjóri eft­ir aðstoð lög­reglu vegna farþega sem neituðu að borga fyr­ir far, auk þess sem þau eru grunuð um að hafa stolið mun­um í hans eigu úr leigu­bíln­um. 

Lög­reglu­menn um­ferðardeild­ar lög­regl­unn­ar sviptu öku­mann vest­ur í bæ öku­rétt­ind­um sín­um vegna hraðakst­urs. Sá ók bif­reið sinni á 84 km/​klst. þar sem leyfður há­marks­hraði er 40 km/​klst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert