Hart sótt að kærunefnd vegna Venesúela

Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, á fundinum í morgun.
Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hart var sótt að kær­u­nefnd út­lend­inga­mála á opn­um fundi alls­herj­ar og mennta­mála­nefnd­ar í morg­un. Umræðuefnið var viðbót­ar­vernd fólks frá Venesúela sem Ísland hef­ur eitt Evr­ópuþjóða veitt í kjöl­far úr­sk­urðar í júlí á síðasta ári. 408 manns frá Venesúela hafa sótt um vernd á und­an­förn­um tveim­ur mánuðum.

Þor­steinn Gunn­ars­son, formaður kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála, sat fyr­ir svör­um fyr­ir hönd nefnd­ar­inn­ar en Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sótti harðast fram í gagn­rýni sinni.

Spurði Birg­ir hvers vegna ekki hefði verið farið að for­dæmi annarra landa á borð við Spán­ar, Svíþjóðar og þá sér­stak­lega Nor­egs, sem ís­lensk lög byggja á, um að að synja fólki frá Venesúela um viðbót­ar­vernd.

Þor­steinn vísaði í fyrstu í ís­lensk lög og úr­sk­urðinn sem féll í júlí á síðasta ári sem hann sagði ít­ar­lega rök­studd­an. Sagði hann bund­inn af ís­lensk­um lög­um en ekki norsk­um. Þetta sé rakið í úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar.

Hvað veit kær­u­nefnd­in sem aðrir vita ekki? 

Birg­ir lét sér ekki segj­ast og benti á að í Nor­egi hefði verið send sendi­nefnd til Venesúela til að kanna aðstæður og í fram­hald­inu hefði verið ákveðið að synja fólki um viðbót­ar­vernd. Spurði hann í því sam­hengi hvort kær­u­nefnd­in vissi eitt­hvað um málið sem önn­ur lönd vissu ekki.

Þor­steinn sagði að vissu­lega hefði eng­in nefnd farið til Venesúela en þess í stað hefði verið not­ast við gögn um málið, m.a. frá Flótta­manna­nefnd Sam­einuðu þjóðanna og skýrsl­ur ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Benti hann á að þrátt fyr­ir til­raun­ir Evr­ópuþjóða til þess að taka á hlut­un­um með sam­ræmd­um hætti væri það alþekkt að tekið væri ólíkt á þess­um mál­um eft­ir lönd­um.

Birgir Þórarinsson úr Sjálfstæðisflokki sótti hvað harðast að kærunefndinni á …
Birg­ir Þór­ar­ins­son úr Sjálf­stæðis­flokki sótti hvað harðast að kær­u­nefnd­inni á fund­in­um. Með hon­um á mynd­inni eru Helga Vala Helga­dótt­ir frá Sam­fylk­ingu og Jó­dís Skúla­dótt­ir frá VG. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Dóms­kerfið hrunið 

Spurði Birg­ir þá sér­stak­lega um það hvers vegna hefði verið tekið til­lit til efna­hags­legra aðstæðna í úr­sk­urðinum og ann­ars á borð við slæl­egs heil­brigðis­kerf­is, slæmra vatns­gæða og hárr­ar glæpatíðni.

Þor­steinn sagði þenn­an punkt tek­inn úr sam­hengi í úr­sk­urði. Efna­hags­leg­ar aðstæður hefðu tak­markað gildi þegar kem­ur að því að veitt sé viðbót­ar­vernd. Sagði hann að ekki hefðu verið efna­hags­leg­ar for­send­ur fyr­ir því að ein­stak­ling­ur­inn sem fékk viðbót­ar­vernd í júlí í fyrra.

Þá kom fram í svari hans við spurn­ingu Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar, um það hvort var­göld ríki í Venesúela að horft hefði verið til þess í úr­sk­urðinum að kerfi Venesúela væru hrun­in og nefndi hann dóms­kerfið sér­stak­lega í því sam­hengi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert