Hraunhellinum lokað vegna fágætra jarðhitaútfellinga

Hraun­hell­ir fannst á dög­un­um í grennd við Jarðböðin í Mý­vatns­sveit …
Hraun­hell­ir fannst á dög­un­um í grennd við Jarðböðin í Mý­vatns­sveit þar sem unnið var að greftri grunn­ar fyr­ir ný­bygg­ing­ar. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ákveðið að loka ný­fundn­um helli við Jarðböðin í Mý­vatns­sveit í ljósi fá­gætra og viðkvæmra jarðhita­út­fell­inga sem þar hafa fund­ist.

Í til­kynn­ingu er vitnað til þess að hraun­hell­ar og virk­ar út­fell­ing­ar af völd­um jarðhita njóti vernd­un­ar sam­kvæmt 61. gr. laga nr. 60/​2013 um nátt­úru­vernd. 

Lok­un­in tek­ur gildi klukk­an 12 í dag og gild­ir í tvær vik­ur. Stefnt er að því að end­ur­skoða lok­un­ina inn­an þess tíma. 

Hellirinn hefur að geyma sér­stak­ar og afar fá­gæt­ar jarðmynd­an­ir.
Hell­ir­inn hef­ur að geyma sér­stak­ar og afar fá­gæt­ar jarðmynd­an­ir.

Á meðan lok­un­in er í gildi get­ur Um­hverf­is­stofn­un, í sam­ráði við rekstr­araðila Jarðbaðanna, veitt leyfi fyr­ir ferðum í hell­inn sem tengj­ast frek­ari könn­un hans og öðrum rann­sókn­um á hon­um, en öll önn­ur um­ferð verður óheim­il,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Frá því að hell­ir­inn fannst hef­ur um­ferð um hann verið veru­lega tak­mörkuð með það að mark­miði að valda sem minnstu raski á þeim jarðminj­um sem þar er að finna.

Dreif­ing út­fell­ing­anna um hell­inn er slík að erfitt er að ferðast um hann án þess að valda óaft­ur­kræfu raski á út­fell­ing­un­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og að starfs­menn Eflu hafi unnið að kort­lagn­ingu og skönn­un hell­is­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert