Hringing á ókristilegum tíma var rafmagnsbilun

Þriðja klukkan af fjórum vakti íbúa um helgina.
Þriðja klukkan af fjórum vakti íbúa um helgina. mbl.is/Ómar

Bil­un kom upp í stýri­búnaði einn­ar af fjór­um kirkju­klukk­um Há­teigs­kirkju sem olli því að bjall­an hringdi klukk­an tvö aðfaranótt sunnu­dags og vakti íbúa á svæðinu upp frá vær­um svefni.

Daní­el Trausti Ró­berts­son, kirkju­hald­ari Há­teigs­kirkju seg­ir raf­virkja hafa komið og kíkt á kerfið í dag og kom­ist að þess­ari niður­stöðu. Klukk­an muni nú vera af­tengd og kirkj­an muni hringja bjöll­um sín­um við nauðsyn­leg til­efni eins og jarðarfar­ir þar til hún hef­ur verið lag­færð. Von­ast sé til þess að það taki ekki lang­an tíma.

Hann seg­ist hafa talið fyrst um sinn að fugl­ar sem safn­ist oft upp við klukk­urn­ar hafi ollið bil­un­inni en svo var ekki.

„Það hefði nú verið skemmti­leg af­sök­un fyr­ir þessu en þetta var nú bara því miður eitt­hvað raf­magnsvesen.“  

Daní­el seg­ir íbúa hverf­is­ins ekki þurfa að vera hrædda við hring­ing­ar eða at­hug­an­ir um miðja nótt þegar vara­hlut­ir hafi verið út­vegaðir. Til­vikið hafi verið ein­angrað en vissu­lega óheppi­legt að það hafi orðið um miðja nótt.

Þegar því er velt upp að bil­un sem þessi hafi aldrei komið upp áður seg­ir Daní­el bil­un­ina vera sér­stak­lega leiðin­lega þar sem að skipt hafi verið um búnað og farið yfir klukk­urn­ar árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert