Katrín hittir Selenskí í dag

00:00
00:00

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir miklu skipta fyr­ir ís­lenska ráðamenn að hitta Selenskí Úkraínu­for­seta í aðdrag­anda leiðtoga­fund­ar Evr­ópuráðsins á Íslandi. „Þetta verður aðal­málið þar.“

Mbl.is náði tali af Katrínu í Úkraínu nú í morg­un, en þar hafði hún og fylgd­arlið henn­ar skoðað vett­vang stríðsins, en síðdeg­is mun hún hitta Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta.

„Við kom­um hingað í morg­un og vor­um í Borodjanka og Bút­sja,“ skýr­ir hún frá. „Okk­ur voru fyrst sýnd­ar rúst­ir í Borodjanka, fjöl­býl­is­hús sem hafa verið sprengd í loft upp, og fór­um svo og hitt­um íbúa sem búa í smá­hýs­um,“ seg­ir hún og ljóst að heim­sókn­in hef­ur verið áhrifa­mik­il.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í rústum Borodjanka.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í rúst­um Borodjanka. mbl.is/​Stjórn­ar­ráðið

Stríðsum­merki með eig­in aug­um

„Þá lá leiðin til Bút­sja, en þar eru til sýn­is blaðaljós­mynd­ir af fjölda­gröf­un­um, sem þar fund­ust. Þar hitt­um við borg­ar­stjór­ann Anatolíj Fedorúk, sem lýsti þessu fyr­ir okk­ur.“ Hún seg­ir mik­il­vægt að hafa orðið vitni að um­merkj­un­um og ræða við þá sem búa við árás­irn­ar.

„Það er allt öðru vísi að sjá þetta sjálf­ur og hitta þetta fólk, sem er búið að standa í þess­um hryll­ingi. Það er nátt­úr­lega al­veg svaka­legt og horfa á leif­arn­ar um venju­legt líf inni í þess­um sund­ur­sprengdu fjöl­býl­is­hús­um. Þetta er auðvitað með ólík­ind­um,“ seg­ir Katrín og er greini­lega brugðið. „Svona er nú bara stríð.“

Til fund­ar við Selenskí

„Við erum aft­ur á leið til Kænug­arðs og þar verður þétt­bókuð dag­skrá. Þar verður m.a. farið að minn­is­merki um hina föllnu, þar sem við leggj­um blóm­sveig frá Íslend­ing­um,“ seg­ir Katrín.

„Síðan eig­um við fundi með Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta, for­sæt­is­ráðherr­an­um, ut­an­rík­is­ráðherra og fleiri ráðherr­um í rík­is­stjórn Úkraínu,“ en í ís­lenska hópn­um er einnig Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra og aðstoðar­menn þeirra.

Katrín gef­ur ekk­ert út á það hvort hún og ut­an­rík­is­ráðherra muni leggja áherslu á að Selenskí komi til Íslands á leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins, sem fram fer um miðjan maí.

Katrín skoðar blaðaljósmyndir af ummerkjum fjöldamorðanna í Bútsja í fylgd …
Katrín skoðar blaðaljós­mynd­ir af um­merkj­um fjölda­morðanna í Bút­sja í fylgd Anatolíj Fedorúk borg­ar­stjóra. mbl.is/​Stjórn­aráðið

Selenskí tek­ur þátt í leiðtoga­fundi

„Hann er nátt­úr­lega bú­inn að segj­ast ætla að taka þátt í fund­in­um, hvort sem það verður um fjar­funda­búnað eða með því að koma í eig­in per­sónu. Við mun­um fara yfir fund­inn í maí, enda verða mál­efni Úkraínu þar í brenni­depli. Hver aðkoma Evr­ópuráðsins verður að þess­um sér­stöku ráðstöf­un­um, sem eru þessi tjóna­skrá, mögu­leg­ar skaðabæt­ur og annað slíkt. En hann er bú­inn að staðfesta að hann muni taka þátt, annað hvort á fjar­fundi eða á staðnum, en það verður svo bara að skýr­ast þegar nær dreg­ur hvernig því verður háttað.“

Katrín seg­ir að ís­lenski hóp­ur­inn haldi heim á leið í kvöld og komi til Íslands á miðviku­dag. „Af því að við erum með þessa for­mennsku [í Evr­ópuráðinu], sem fell­ur í okk­ar hlut á 23 ára fresti, þá skipt­ir það miklu máli að við kom­um hingað, sér­stak­lega þar sem þessi mál verða aðal­málið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert