Katrín og Þórdís komnar til Úkraínu

Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræða við úkraínska …
Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræða við úkraínska hermenn. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra eru nú staddar í Úkraínu. 

Mik­il leynd hef­ur hvílt yfir dagskrá ráðherranna, m.a. af ör­ygg­is­ástæðum, en með í för eru nokkr­ir aðstoðar­menn ráðherr­anna og frétta­menn Rík­is­út­varps­ins.

Stríðið hefur skilið eftir sig gríðarlega eyðileggingu í Bútsja.
Stríðið hefur skilið eftir sig gríðarlega eyðileggingu í Bútsja. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Í morgun heimsóttu þær borgina Bútsja, sem er nærri Kænugarði. Úkraínsk yfirvöld hafa sakað yf­ir­völd í Moskvu um vís­vit­andi fjölda­morð á al­menn­um borg­ur­um í borginni. 

Íslend­ing­ar hafa lagt sitt af mörk­um til aðstoðar Úkraínu eftt­ir inn­rás Rússa, efna­hags­lega með fjár­stuðningi, með mannúðaraðstoð, stuðningi við varn­ir og ekki síst póli­tískt á alþjóðavett­vangi. Gert er ráð fyr­ir að frek­ari stuðning­ur við Úkraínu verði rædd­ur og kynnt­ur í ferðinni.

Þá er til­efni heim­sókn­ar­inn­ar einnig for­mennska Íslands í Evr­ópuráðinu og leiðtoga­fund­ur ráðsins sem fer fram í Reykja­vík í maí, en Úkraína mun hafa þýðing­ar­mikið hlut­verk á leiðtoga­fund­in­um.

Mik­il leynd hef­ur hvílt yfir dagskrá ráðherranna.
Mik­il leynd hef­ur hvílt yfir dagskrá ráðherranna. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Katrín ræðir við hermenn úkraínska hersins.
Katrín ræðir við hermenn úkraínska hersins. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert