Kuldakastið afbrigðilegt

Samsett mynd

Í dag er ní­undi dag­ur­inn í röð þar sem hiti fer ekki yfir frost­mark í Reykja­vík og lík­lega verður morg­undag­ur­inn sá tí­undi, að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings.

Fyrstu fimm dag­ar mánaðar­ins voru hlý­ir, en síðan þá læt­ur nærri að meðal­hit­inn sé á milli -6,5 og -7,0°C í höfuðborg­inni.

Ein­ar seg­ist á vef sín­um Bliku ekki viss um að fólk átti sig á hve af­brigðileg­ir þess­ir kuld­ar eru.

„Meira segja kald­asta mars­mánuð í minni eldri núlif­andi lands­manna, þ.e. 1979, voru þeir 11 sam­felldu frosta­dag­arn­ir (28. feb. - 10. mars). Kæl­andi haf­ís var þá lón­andi und­an öllu Norður­landi sam­an með þrálátri N- og NA-átt­inni,“ skrif­ar hann.

Fara þarf aft­ur til árs­ins 1951 til að finna sam­bæri­leg­ar aðstæður, að sögn Ein­ars. Þá var sér­lega kalt fram­an af mánuðinum, en haf­ís hins veg­ar ekki nærri landi líkt og nú.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert