Laufey og sendiherra Japan gagnrýna sýningu óperunnar

Hér má sjá hluta af leikmyndinni sem Laufey gagnrýnir.
Hér má sjá hluta af leikmyndinni sem Laufey gagnrýnir. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey tjáði sig um sýn­ingu Íslensku óper­unn­ar Madama Butterfly í tísti í gær­kvöldi. Hún gagn­rýndi upp­setn­ing­una og sagðist vera móðguð. Meðal þeirra sem skrifuðu at­huga­semd við tíst Lauf­eyj­ar var Suzuki Ryot­aro, sendi­herra Jap­ans á Íslandi.

Lauf­ey seg­ir í tíst­inu að í sýn­ing­unni séu leik­ar­ar í hefðbundn­um japönsk­um klæðnaði, með svart­ar hár­koll­ur, álímd yf­ir­vara­skegg og teygð augu. Þá sé sviðsmynd­in skreytt kín­versku letri, ekki japönsku. 

„Sem er afar óviðeig­andi þar sem að óper­an ger­ist í Jap­an og hef­ur ekk­ert með Kína að gera.“

Þá minn­ist hún á að Íslenska óper­an neiti að hún stundi menn­ing­ar­nám eða ras­isma af nokkru tagi og ætli ekki að breyta sýn­ing­unni á nokk­urn hátt. 

Í gær­kvöldi var þó greint frá því á mbl.is að gripið hefði verið til mála­miðlana varðandi farða leik­ara í ann­arri sýn­ingu upp­setn­ing­ar­inn­ar um helg­ina. 

Ógn­vekj­andi ras­ismi enn að eiga sér stað

„Sem ein af fáum Asíu­bú­um sem hef­ur al­ist upp á Íslandi verð ég að segja að það er sær­andi að lesa í gegn­um langa spjallþræði þar sem fólk kem­ur Íslensku óper­unni til varn­ar. Þeir sem verja óper­una eru all­ir Íslend­ing­ar sem hafa ekki upp­lifað það að vera út­lend­ing­ur á Íslandi,“ seg­ir í tísti Lauf­eyj­ar. 

Þá minn­ist hún á að hún sé ein­ung­is hálf-kín­versk, en samt verði hún fyr­ir því að fólk togi augu sín upp og píri þau, kalli hana „ching chong“ og geri grín að kín­verska nafn­inu henn­ar.

Hún seg­ir það vera ógn­vekj­andi að svo­leiðis sé enn að ger­ast á Íslandi árið 2023. 

Í gærkvöldi var greint frá því að gripið hefði verið …
Í gær­kvöldi var greint frá því að gripið hefði verið til mála­miðlana varðandi farða leik­ara í ann­arri sýn­ingu upp­setn­ing­ar­inn­ar um helg­ina. Ljós­mynd/​Ant­on Brink

Lauf­ey seg­ir marga Íslend­inga nota þau rök að asísku vin­ir þeirra hafi ekki móðgast vegna sýn­ing­ar­inn­ar og þess vegna ætti eng­inn að móðgast. 

„Ég er móðguð,“ seg­ir Lauf­ey. 

Illa rann­sökuð upp­setn­ing

Að lok­um seg­ist Lauf­ey vera stolt af því að vera Íslend­ing­ur og elska landið sitt en að sýn­ing­in sýni virðing­ar­leysi og að henni sé brugðið. 

„Það þarf að vera meiri umræða um kynþátt og fjöl­breytni á Íslandi,“ seg­ir hún og bæt­ir við að ekki eigi að setja upp sýn­ingu með asísk­um hlut­verk­um ef ekki sé hægt að ráða asíska leik­ara. 

„Ég styð um­mæli þín heils­hug­ar. Óper­an á að ger­ast í Jap­an, en í þess­ari illa rann­sökuðu upp­setn­ingu hlýt­ur Pin­kert­on að hafa lent í ein­hverj­um hliðstæðum heimi! Þetta er ekki ein­ung­is virðing­ar­leysi gagn­vart Kín­verj­um, held­ur gagn­vart öll­um Asíu­bú­um yfir höfuð,“ tísti Ryot­aro sendi­herra. 

Lauf­ey þakkaði sendi­herr­an­um fyr­ir tístið og sagði það vera þýðing­ar­mikið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert