„Málinu er ekki lokið“

Canexel-utanhússklæðning.
Canexel-utanhússklæðning. Skjáskot/thco.is

„Mál­inu er ekki lokið og langt í frá,“ seg­ir Sveinn Guðmunds­son, lögmaður Þ. Þorgríms­son & co.

Fyr­ir­tæk­inu hef­ur verið gert að greiða sam­tals tæp­ar 19 millj­ón­ir króna í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna galla á ut­an­hús­sklæðning­um í fjór­um aðskild­um dóms­mál­um síðan síðastliðið haust.

Mik­il­vægt að fara eft­ir leiðbein­ing­um

„Málið snýst um loft­un. Efnið sem um ræðir er ekki tré held­ur tré­líki. Tré­líki sem er teygj­an­legt eft­ir veðri og því er mik­il­vægt að fara vel eft­ir öll­um leiðbein­ing­um. Marg­ir ís­lensk­ir verk­tak­ar eru ekk­ert að horfa á leiðbein­ing­ar, þeir bara kunna til verka,“ seg­ir Sveinn.

Hann tek­ur þó skýrt fram að hvorki haldi hann því fram að all­ir verk­tak­ar vinni með þess­um hætti né geri hann lítið úr kunn­áttu þeirra. Hann seg­ir efnið sem um ræðir ein­fald­lega vera al­veg sér­stakt og það þurfi því að setja það upp með al­veg sér­stök­um hætti eft­ir skýr­um leiðbein­ing­um.

„Það er á fimmta þúsund húsa á Íslandi með þess­ar klæðning­ar og það eru örfá mál sem koma upp í tengsl­um við þær. Það hlýt­ur þá að þurfa að skoða þau mál sér­stak­lega.

Í mál­inu frá 2013 bauðst fyr­ir­tækið til að taka niður alla klæðning­una og senda hana er­lend­is til rann­sókn­ar. Fyr­ir­tækið bauðst til að setja upp nýja klæðningu fólk­inu að kostnaðarlausu en því var hafnað. Klæðning­in er enn uppi á því húsi í dag og lít­ur ágæt­lega út.“

Landsréttur.
Lands­rétt­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Van­ir að klæða hús með timbri

Sveinn seg­ir mál­inu sem lauk árið 2020 ekki hafa átt að ljúka með þeim hætti sem fór.

„Þar gat ég ekki lagt fram yf­ir­mat í Lands­rétti þar sem það byggði á nýrri máls­ástæðu sem var ekki höfð uppi í héraði. Það voru ein­fald­lega gerð mis­tök í því máli.“

Það koma upp at­vik, að sögn Sveins, þar sem hús­um hef­ur verið lokað al­gjör­lega og loft­skipti eiga sér ekki stað.

„Oft er um að ræða smiði sem eru van­ir að klæða hús með timbri og kunna þetta al­veg að þeir telja en gera þetta bara ekki með rétt­um hætti. Það er búið að selja þetta efni í ára­tugi og þetta er mjög góð vara.

Smiðir virðast ekki fylgja leiðbein­ing­um í ein­hverj­um til­vik­um. Leiðbein­ing­um um það hvernig á að ganga frá efn­inu við glugga og jörðu. Í sum­um til­vik­um er ekki einu sinni loft­un í hús­un­um að neðan, ofan eða við glugga,“ seg­ir Sveinn og bæt­ir við.

„Þetta ætl­um við að fá staðfest fyr­ir Lands­rétti með yf­ir­mati sem staðfest­ir okk­ar und­ir­mat sem aft­ur staðfest­ir okk­ar sjón­ar­mið.“

Snýst um frá­gang á klæðning­unni

Sveinn seg­ir efnið fram­leitt í mjög miklu magni í Kan­ada. Hann seg­ir að það hljóti að vera eitt­hvað mjög sér­stakt við lotu­kerfi fram­leiðslu­ein­inga þar sem verið sé að fram­leiða mjög mikið magn og þar sem allt sé fram­leitt eins og á sama tíma og ekk­ert annað í lotu­kerf­inu fari úr­skeiðis nema í þess­um ör­fáu hús­um.

„Hvað er þá í gangi með þessi til­teknu hús sem á að vera eitt­hvað að?“ spyr hann. „Þetta snýst um frá­gang á klæðning­unni.

Það þarf að tryggja að efnið rek­ist ekki utan í eitt­hvað vegna teygj­an­leika þess og það þarf að tryggja að það lofti vel um klæðning­una. Þetta snýst um loft­un og hvernig efnið þenst út.

Rann­sókn­ar­stofn­un Bygg­ing­ariðnaðar­ins er búin að taka þetta út, eins og ligg­ur fyr­ir í gögn­um máls­ins, en nú ætl­um við að reyna að klára málið fyr­ir Lands­rétti með þeim hætti sem við telj­um rétt að gera,“ seg­ir Sveinn Guðmunds­son, lögmaður Þ. Þorgríms­son & co.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert