Naprir vindar næða frá norðurpól

Smábátahöfnin á Sauðárkróki er full af ís.
Smábátahöfnin á Sauðárkróki er full af ís. Ljósmynd/Helga Rósa Guðjónsdóttir

„Kuldinn núna kemur beint frá norðurpólnum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Brunagaddur hefur verið á landinu síðustu vikuna eða svo.

Víða hefur frost verið 8-12° gráður og þar við bætist vindkæling sem bítur fast á beru hörundi.

Framrás þessa kalda heimskautalofts er milli Grænlands og Svalbarða. Sjórinn fyrir norðan land nær kuldanum lítið eitt niður og jafnan er hlýjast út við ströndina. Þegar kemur svo inn til landsins eru víða miklar frosthörkur.

Snemma í gæmorgun var frost 25,7°C við Mývatn og -25,0° í Svartárkoti í Bárðardal. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert