Notkun einnota rafsígaretta hefur stóraukist

Eftirtektarverð aukning hefur verið í notkunn á rafrettum á seinustu …
Eftirtektarverð aukning hefur verið í notkunn á rafrettum á seinustu árum. AFP

Mitt mat er að aukna notk­un á rafsíga­rett­um megi rekja beint til auk­ins fram­boðs og markaðssetn­ing­ar á einnota rafrett­um.“ seg­ir Skarp­héðinn Grét­ars­son, sér­fræðing­ur hjá Hús­næðis- og Mann­virkja­stofn­un, sem hef­ur eft­ir­lit með nikó­tín­vör­um og rafrett­um, í sam­tali við mbl.is.

„Einnota rafrett­ur hafa verið á markaði lengi en á síðustu tveim­ur árum hafa þær orðið sí­fellt fyr­ir­ferðameiri í skrán­ing­ar­ferli og á markaði. Þær hafa það fram yfir fjöl­nota rafrett­ur að not­and­inn kaup­ir og not­ar rafsíga­rett­una strax án alls umstangs.“

Greint var frá því fyr­ir helgi að notk­un á rafrett­um hafi tvö­fald­ast á síðustu þrem­ur árum sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup. 

Skarp­héðinn seg­ir að auk­in notk­un nikó­tín­púða og rafretta sé auðvitað áhyggju­efni. „Nikó­tín er mjög ávana­bind­andi efni og flest­ir sem reynt hafa að hætta notk­un hvers­kon­ar vara sem inni­halda efnið vita að það er ekk­ert grín.“

Erfitt sé að spá fyr­ir um hvort notk­un haldi áfram að aukast en hann bind­ur mikl­ar von­ir við að ný­leg­ar laga­breyt­ing­ar muni hafa áhrif á notk­un bæði nikó­tín­púða og rafretta.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um embætt­is Land­lækn­is var rafsíga­rettu­notk­un nokkuð stöðug í nokk­ur ár eft­ir að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2016, að sögn Viðars Jens­son­ar, verk­efn­is­stjóra tób­aksvarna hjá embætt­inu. Hann seg­ir notk­un hafa auk­ist und­an­far­in ár og þá sér­stak­lega meðal yngri kyn­slóðar­inn­ar.

Þriðjung­ur ungra not­ar nikó­tín­púða

„Þessi notk­un byrjaði mjög bratt, ára­mót­in 2019 til 2020, og mæld­ist strax mjög hátt meðal ungs fólks og hef­ur verið að smá aukast síðan.“ seg­ir Viðar í sam­tali við mbl.is um notk­un lands­manna á nikó­tín­púðum. Sam­hliða þeirri aukn­ingu hef­ur notk­un á munn­tób­aki „nán­ast hrunið.“

Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis.
Viðar Jens­son, verk­efn­is­stjóri tób­aksvarna hjá embætti Land­lækn­is. Ljós­mynd/​Land­lækn­ir

Um þriðjung­ur fólks á aldr­in­um 18 til 29 ára not­ar nikó­tín­púða dag­lega sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallup. Þegar litið er á alla ald­urs­hópa eru nú þre­falt fleiri sem nota nikó­tín­púða dag­lega held­ur en árið 2020.

Í fe­brú­ar greindi mbl.is frá því að leitað væri með tvö til þrjú börn á Barna­spítala Hrings­ins í hverri viku vegna nikótóneitr­un­ar, þá oft­ast eft­ir að þau hafa sett upp í sig nikó­tín­púða í ógáti.

Viðar seg­ir að karl­ar séu lík­legri en kon­ur til þess að nota nikó­tín­púða og er mun­ur­inn sýni­legri hjá eldri ald­urs­hóp­um. „Notk­un á nikó­tín­púðum nær al­veg upp yfir miðjan ald­ur karl­manna en ekki kvenna.“

Súlurit sem sýnir notkun á nikótínpokum eftir eftir aldri og …
Súlu­rit sem sýn­ir notk­un á nikó­tín­pok­um eft­ir eft­ir aldri og kyni. Skjá­skot/​Land­lækn­ir

Reyk­ing­ar nær eng­ar hjá ungu fólki

Með auk­inni notk­un nikó­tín­púða hef­ur dregið úr reyk­ing­um og þá sér­stak­lega meðal yngri kyn­slóða. Í Þjóðar­púlsi Gallup sagðist eng­inn á aldr­in­um 18-29 ára reykja dag­lega.

„Það er auðvitað rosa­lega já­kvætt hvað það hef­ur dregið úr reyk­ing­um og það hef­ur orðið tölu­verð breyt­ing þar á,“ seg­ir Viðar og bæt­ir við að reyk­ing­ar meðal fólks á mennta­skóla­aldri mæl­ist nú mjög litl­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert