Öll salan af pizzunni til hjartveikra barna

Allur ágóði sölunnar rennur að þessu sinni til Neistans.
Allur ágóði sölunnar rennur að þessu sinni til Neistans.

Dom­in­o's hóf sölu á góðgerðarp­izzu árs­ins 2023 í gær, en pizz­an verður á mat­seðli flat­bök­uris­ans fram til fimmtu­dags­ins 16. mars.

Að þessu sinni renn­ur öll sal­an af pizzunni til Neist­ans, styrkt­ar­fé­lags hjartveikra barna.

„Mark­miðið er að safna sem mestu fyr­ir Neist­ann og lyfta þeim upp,” seg­ir Ásmund­ur Atla­son, markaðsstjóri Dom­in­o's, í sam­tali við mbl.is.

Neist­inn ætl­ar að nýta söl­una á góðgerðarp­izzunni til að út­búa fræðslu­efni fyr­ir aðstand­end­ur hjartveikra barna.

Ásmund­ur seg­ir þörf á góðu fræðslu­efni, til dæm­is fyr­ir systkini hjartveikra barna þegar heim­il­is­líf fer úr skorðum vegna hjartveiks barns í fjöl­skyld­unni. Einnig vanti betri fræðslu í skól­um og fyr­ir for­eldra sem þurfa að fylgja börn­um sín­um út fyr­ir land­stein­ana í aðgerðir. 

Von­ast til að ná upp í 60 milj­ón­ir

Ásmund­ur seg­ir pizzuna í ár vera sína upp­á­halds til þessa.

Pizz­an er með hvít­laukssósu, pepp­eróní, bei­koni, spínati, græn­um epl­um, hun­angi og trufflu­osti og er eins og áður sköp­un­ar­verk Hrefnu Sætr­an, en Hrefna hef­ur skapað all­ar pizzurn­ar frá því að verk­efnið hófst 2013.

Þetta er tí­unda árið sem Dom­in­o's er með góðgerðarp­izzu á boðstól­um, en öll sala hef­ur ávallt runnið til góðgerðarsam­taka. Á síðasta ári rann sal­an til Ein­stakra barna og árið á und­an voru það Píeta-sam­tök­in og var met­sala bæði árin.

Hingað til hef­ur Dom­in­o's safnað 52 millj­ón­um króna með sölu á góðgerðarp­izz­um og seg­ist Ásmund­ur vongóður um að tal­an nái upp í 60 millj­ón­ir í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert