Ráðherra boðar tíðindi með vorinu

Um 120 nemendur eru í Listdansskóla Íslands.
Um 120 nemendur eru í Listdansskóla Íslands. Mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðræður standa nú yfir milli for­svars­manna List­d­ans­skóla Íslands og mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins um framtíð skól­ans. Bú­ast for­svars­menn skól­ans við því að næsti fund­ur með ráðuneyt­inu verði síðar í þess­um mánuði.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í síðustu viku er óvissa um fjár­mögn­un skól­ans og öllu starfs­fólki hans var sagt upp störf­um um síðustu mánaðamót.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, hef­ur ekki gefið kost á viðtali vegna máls­ins. Ráðuneyti hans sendi Morg­un­blaðinu skrif­legt svar í gær þar sem fram kem­ur að rík áhersla sé lögð á öfl­ugt starfs­nám um allt land og nú fari fram vinna sem miði að því að efla það. „Þar er list­nám á fram­halds­skóla­stigi einnig und­ir. Munu niður­stöður þeirr­ar vinnu verða kynnt­ar um leið og þær liggja fyr­ir en gert er ráð fyr­ir að það verði á vor­dög­um,“ seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert