Seltirningar glíma við Reykjavíkurborg

Hringtorgið í Ánanaustum sem borgarfulltrúar vilja fjarlægja og fá í …
Hringtorgið í Ánanaustum sem borgarfulltrúar vilja fjarlægja og fá í staðinn ljósastýrð T-gatnamót. mbl.is/sisi

Seltirningar hafa á liðnum árum alloft gert athugasemdir við ákvarðanir í samgöngumálum Vesturbæjarins og óskað eftir samráði. Enda í þeirri landfræðilegu stöðu að þurfa að aka í gegnum Reykjavík þegar þeir yfirgefa bæinn sinn og snúa aftur heim.

Nú síðast brást Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness við frétt sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn þess efnis að borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík vilji fjarlægja hringtorgið við JL-húsið í Ánanaustum og setja þar í staðinn ljósastýrð T-gatnamót.

„Það er sífellt þrengt að okkur og verið að hægja á umferð þarna þannig að við höfum talsvert miklar áhyggjur af þessu og við mótmælum þessu harðlega,“ sagði Þór í samtali við mbl.is. Hann telur að það muni hafa neikvæð áhrif á íbúa Seltjarnarness að taka upp ljósastýrð gatnamót. Þór segir að ekki hafi verið rætt við Seltirninga um málið og hann hafi fyrst lesið um það í Morgunblaðinu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert