Seltirningar glíma við Reykjavíkurborg

Hringtorgið í Ánanaustum sem borgarfulltrúar vilja fjarlægja og fá í …
Hringtorgið í Ánanaustum sem borgarfulltrúar vilja fjarlægja og fá í staðinn ljósastýrð T-gatnamót. mbl.is/sisi

Seltirn­ing­ar hafa á liðnum árum alloft gert at­huga­semd­ir við ákv­arðanir í sam­göngu­mál­um Vest­ur­bæj­ar­ins og óskað eft­ir sam­ráði. Enda í þeirri land­fræðilegu stöðu að þurfa að aka í gegn­um Reykja­vík þegar þeir yf­ir­gefa bæ­inn sinn og snúa aft­ur heim.

Nú síðast brást Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness við frétt sem birt­ist í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag­inn þess efn­is að borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans í Reykja­vík vilji fjar­lægja hring­torgið við JL-húsið í Ánanaust­um og setja þar í staðinn ljós­a­stýrð T-gatna­mót.

„Það er sí­fellt þrengt að okk­ur og verið að hægja á um­ferð þarna þannig að við höf­um tals­vert mikl­ar áhyggj­ur af þessu og við mót­mæl­um þessu harðlega,“ sagði Þór í sam­tali við mbl.is. Hann tel­ur að það muni hafa nei­kvæð áhrif á íbúa Seltjarn­ar­ness að taka upp ljós­a­stýrð gatna­mót. Þór seg­ir að ekki hafi verið rætt við Seltirn­inga um málið og hann hafi fyrst lesið um það í Morg­un­blaðinu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert