Sýnum einlægan stuðning og samstöðu okkar

Katrín Jakobsdóttir og Volodimír Selenskí funduðu í dag.
Katrín Jakobsdóttir og Volodimír Selenskí funduðu í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Þessi heim­sókn til borg­ar­inn­ar skil­ur eft­ir sig mikla og djúpa virðingu fyr­ir því hug­rekki sem úkraínska þjóðin hef­ur sýnt frá inn­rás Rússa,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Þór­dís og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra funduðu með for­seta Úkraínu, Volodimír Selenskí, í Kænug­arði í dag. Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að á fund­in­um hafi þau rætt stöðuna í Úkraínu, stuðning Íslands við Úkraínu og vænt­an­leg­an leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins sem hald­inn verður í Reykja­vík í maí. Þar verða mál­efni Úkraínu í brenni­depli. Óljóst er þó hvort Selenskí kem­ur hingað til lands af þessu til­efni. For­sæt­is­ráðherra greindi frá því að stuðning­ur Íslands til Úkraínu muni nema 2,25 millj­örðum króna árið 2023, en í fyrra nam stuðning­ur Íslands 2,2 millj­örðum króna.

Katrín og Þórdís Kolbrún með Olhu Stefanishyna, varaforsætisráðherra Úkraínu.
Katrín og Þór­dís Kol­brún með Olhu Stef­an­is­hyna, vara­for­sæt­is­ráðherra Úkraínu. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Á vef Stjórn­ar­ráðsins er rakið að for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra komu til Úkraínu snemma í morg­un en heim­sókn­in er í kjöl­far boðs Selenskís til for­sæt­is­ráðherra. „Mark­mið ferðar­inn­ar er bæði að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning og hins veg­ar að und­ir­búa leiðtoga­fund­inn þar sem verður fjallað um mögu­lega tjóna­skrá Evr­ópuráðsins vegna stríðsins og leiðir til að kalla rúss­nesk stjórn­völd til ábyrgðar,“ seg­ir þar auk þess sem sagt er frá því að ráðherr­arn­ir tveir hafi skoðað um­merki í Borodianka og Bucha þar sem stríðsglæp­ir hafa verið framd­ir. Þá lagði for­sæt­is­ráðherra blóm­sveig að minn­ing­ar­vegg í Kænug­arði. „Að sjá með eig­in aug­um grimmd­ina sem sam­fé­lagið hef­ur mátt þola er átak­an­legt en á sama tíma er óbilandi sig­ur­trú og bjart­sýni þjóðar­inn­ar ein­stak­lega uppörv­andi. Ísland get­ur stutt fólkið hér bæði með fram­göngu sinni á alþjóðleg­um vett­vangi en einnig með áfram­hald­andi efna­hags­leg­um stuðningi við Úkraínu,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún

Ráðherr­arn­ir áttu þar að auki fund með for­sæt­is­ráðherra Úkraínu, Denys Sh­myhal, vara­for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Olhu Stef­an­is­hyna, ut­an­rík­is­ráðherr­an­um, Dmytro Ku­leba, og orku­málaráðherra lands­ins, German Galuschen­ko.

„For­mennsku Íslands í Evr­ópuráðinu ber upp á óvenju­leg­um tíma í Evr­ópu þar sem stríð geis­ar en Evr­ópuráðið er sú grund­vall­ar­stofn­un álf­unn­ar sem bygg­ist á virðingu fyr­ir alþjóðalög­um, lýðræði og mann­rétt­ind­um. Við nálg­umst þetta verk­efni af auðmýkt enda er það stórt og mik­il­vægt. Heim­sókn­in til Kænug­arðs er hluti af okk­ar skyld­um sem for­mennsku­rík­is en á sama tíma vilj­um við sýna úkraínsku þjóðinni ein­læg­an stuðning og sam­stöðu okk­ar,“ er haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert