Tæknikapphlaup tungunnar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, á fundinum með Sam …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, á fundinum með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra Open AI, í maí í fyrra. Ljósmynd/Menningar- og viðskiptaráðuneytið

„Þetta sam­starf við OpenAI er til komið vegna ferðar sendi­nefnd­ar for­seta Íslands sem Al­mannaróm­ur skipu­lagði,“ seg­ir Jó­hanna Vig­dís Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mál­tækni­miðstöðvar­inn­ar Al­mannaróms, í sam­tali við mbl.is, en úr véum fyr­ir­tæk­is­ins ber­ast nú þau tíðindi að ís­lenska hafi verið val­in fyrst tungu­mála, að ensku frá­tal­inni, í þró­un­ar­fasa nýj­ustu út­gáfu gervi­greind­ar-mállík­ans­ins GPT-4 en á því bygg­ist sam­tals­greind­in Chat­G­PT. Og sjald­an lýg­ur Al­mannaróm­ur sem al­kunna er.

Sendi­för­in sem Jó­hanna seg­ir af var far­in vest­ur um haf í fyrra­vor og starfs­stöðvar OpenAI þá meðal ann­ars heim­sótt­ar. „Mark­miðið var að koma ís­lensk­um mál­tækni­lausn­um inn í tæk­in og tækn­ina sem fólk not­ar dags dag­lega,“ held­ur hún áfram.

Und­an­far­in fjög­ur ár hafi 60 sér­fræðing­ar á veg­um Al­mannaróms unnið að því að smíða téðar mál­tækni­lausn­ir eða innviði, „en það þýðir ekk­ert að smíða þetta ef það er ekki notað, það þarf að koma því yfir í lausn­ir fyr­ir neyt­end­ur. Út frá sjón­ar­hóli Al­mannaróms hef­ur það verið mjög stór hluti af verk­efn­inu að koma þess­um lausn­um í notk­un,“ út­skýr­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Aðra hverja viku deyr tungu­mál

Hafi fjög­urra ára áætl­un Al­mannaróms, sem nú er að renna skeið sitt á enda, gert ráð fyr­ir að þegar mál­tækniaf­urð lægi fyr­ir yrði haldið til Banda­ríkj­anna í för sem for­set­inn leiddi og kæmi full­trú­um Al­mannaróms í sam­band við það fyr­ir­tæki sem nýtt­ist því starfi sem unnið hefði verið á Íslandi.

Frá fundinum með forsvarsmönnum OpenAI þar sem íslenska var valin …
Frá fund­in­um með for­svars­mönn­um OpenAI þar sem ís­lenska var val­in í þró­un­ar­fasa fyr­ir­tæk­is­ins með gervi­greind á sviði mállík­ana. Ljós­mynd/​Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið

„Við fór­um þangað til að tala máli ís­lensk­unn­ar, að hún yrði hluti af lausn­um þess­ara fyr­ir­tækja, og ekki síður máli annarra smærri tungu­mála. Við töluðum mikið fyr­ir því að ís­lenska gæti orðið spor­göngu­tungu­mál og rutt veg­inn fyr­ir önn­ur tungu­mál. Það var svona það sem við seld­um, inn­an gæsalappa, OpenAI, að vinna með okk­ur að því að búa til þetta mód­el að því hvernig væri hægt að vinna og þau gætu þá tekið upp og unnið, út frá okk­ar sam­starfi, með öðrum þjóðum til að vernda tungu­málið,“ seg­ir Jó­hanna frá.

Hún bend­ir á að tungu­mál heims­ins séu um 7.000 um þess­ar mund­ir og aðra hverja viku deyi eitt þeirra út. Ástæðan fyr­ir öllu þessu mál­tækn­istússi Al­mannaróms væri að tryggja framtíð ís­lenskr­ar tungu.

„Það að ís­lenska sé eina tungu­málið utan ensku sem er fínþjálfað á GPT-4-mállíkan­inu er til komið vegna þess­ar­ar ferðar og fund­ar­ins sem við átt­um með Sam Altman, stofn­anda og fram­kvæmda­stjóra OpenAI, og öðrum sem starfa þar. Út frá þessu sam­bandi okk­ar vex þetta sam­starf,“ seg­ir Jó­hanna.

Næsta mál­tækni­áætl­un stend­ur fyr­ir dyr­um

Hver skyldu þá vera næstu skref í þessu ramm­ís­lenska verk­efni sem teyg­ir anga sína alla leið til Banda­ríkj­anna?

„Næstu skref eru að halda þessu sam­starfi áfram og það er kannski ágætt að taka það fram að þróun mállík­ans er aldrei lokið, OpenAI mun gefa út fleiri og upp­færð mállíkön sem munu geta gert enn þá meira, þetta er öfl­ug­asta gervi­greind­ar­lík­an sem hef­ur verið gefið út og næstu skref eru að sjá til þess að ís­lensk­an haldi í við tækn­ina,“ seg­ir Jó­hanna af metnaðar­mál­um Al­mannaróms.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir næstu skref vera að …
Jó­hanna Vig­dís Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Al­mannaróms, seg­ir næstu skref vera að tryggja að ís­lensk­an haldi í við tækn­ina í hinum stóra heimi tungu­mál­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

Áfram verði hlut­verk stjórn­valda að búa til og fjár­magna næstu mál­tækni­áætl­un þar sem sú síðasta sé nú að endi­mörk­um kom­in sem fyrr seg­ir en verðugan loka­punkt henn­ar seg­ir Jó­hanna sam­komu­lagið við OpenAI.

„Rann­sókn­ar- og þró­un­ar­hóp­ur­inn SÍM [Sam­starf um ís­lenska mál­tækni] hef­ur und­an­far­in fjög­ur ár þróað þá innviði mál­tækni sem þessi ár­ang­ur bygg­ir á. Það er ástæða til að þakka þeim sér­stak­lega fyr­ir þeirra fram­lag,“ legg­ur fram­kvæmda­stjór­inn áherslu á.

„Stjórn­völd hafa stutt mjög mynd­ar­lega og af mikl­um áhuga við þetta verk­efni og við von­um að svo verði áfram. Við erum orðin fyr­ir­mynd annarra og stærri tungu­mála og það er ákveðinn ábyrgðar­hluti að tala þeirra máli,“ seg­ir Jó­hanna Vig­dís Guðmunds­dótt­ir að lok­um en þess má geta að á mánu­dag­inn kem­ur, 20. mars, klukk­an 13 verður hald­inn kynn­ing­ar­fund­ur í Grósku í Vatns­mýri und­ir yf­ir­skrift­inni „Framtíðin svar­ar á ís­lensku“ þar sem ár­ang­ur mál­tækni­áætl­un­ar verður kynnt­ur, fjallað um næstu skref sta­f­rænn­ar vega­gerðar með mál­tækni og sam­starfið við OpenAI kynnt nán­ar en full­trú­ar fyr­ir­tæk­is­ins sækja fund­inn.

Eitt margra dæma um nýtingarmöguleika gervigreindarinnar á sviði máltækni þar …
Eitt margra dæma um nýt­ing­ar­mögu­leika gervi­greind­ar­inn­ar á sviði mál­tækni þar sem ís­lensk­unni er tryggður verðugur sess. Skjá­skot/​Aðsent
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert