„Það hefur ekki nokkur árangur náðst“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill stöðu leikskólamála á dagskrá borgarráðs.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill stöðu leikskólamála á dagskrá borgarráðs. Ljósmynd/Dagmál

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni, hef­ur óskað eft­ir því að staða leik­skóla­mála verði sett á dag­skrá borg­ar­ráðs á fimmtu­dag. Mót­mæli hafa verið boðuð fyr­ir fund­inn vegna slæmr­ar stöðu í leik­skóla­mál­um borg­ar­inn­ar, en fyr­ir ligg­ur að færri börn verða inn­rituð næsta haust en gert var ráð fyr­ir, meðal ann­ars vegna fram­kvæmda og end­ur­bóta á leik­skóla­hús­næði.

„Það þarf að veita skýr svör við því, hvaða skref hafa verið stig­in frá því aðgerðir voru samþykkt­ar síðastliðið haust, hvað hef­ur áunn­ist og hvar helstu áskor­an­ir liggja. Því miður er út­lit fyr­ir að lítið hafi gerst og að staðan hafi síður en svo batnað,“ seg­ir Hild­ur við mbl.is.

Hún bend­ir á að fyr­ir rúmu ári hafi meðal­ald­ur barna við inn­göngu á leik­skóla verið 19 mánuðir, en meiri­hluta­flokk­arn­ir hafi brugðist við þeim tíðind­um rétt fyr­ir kosn­ing­ar með því að segja að byrjað yrði að bjóða börn­um niður í 12 mánaða leik­skóla­pláss um haustið.

„Þau lof­orð hafa ekki staðist og eft­ir sitja for­eldr­ar í al­gjöru úrræðal­eysi. Nú er meðal­ald­ur barna við inn­göngu á borg­ar­rekna leik­skóla um 21 mánuður, svo það hef­ur ekki nokk­ur ár­ang­ur náðst í leik­skóla­mál­um síðastliðið ár.“

Mik­il­vægt að hafa val um úrræði

Hild­ur seg­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn hafa lagt fram fjöl­breytt­ar lausn­ir við vand­an­um. Vissu­lega þurfi að efla leik­skóla­stigið, styðja við fag­legt starf og fjölga leik­skóla­pláss­um. En einnig þurfi að efla dag­for­eldra­kerfið þar sem stöðug fækk­un sé í stétt­inni. Þá hafi verið lagt til að for­eldr­ar barna sem ekki fái skóla­vist fái heim­greiðslur og auk­inn stuðning­ur við einka­rekna leik­skóla.

„Það verður að nálg­ast þetta viðfangs­efni víðtækt, enda fjöl­skyld­ur ólík­ar og þarf­irn­ar marg­vís­leg­ar. Það er mik­il­vægt að fjöl­skyld­ur eigi val um ólík úrræði í kjöl­far fæðing­ar­or­lofs. Þetta er eitt mik­il­væg­asta jafn­rétt­is­málið sem borg­in fæst við - Sam­fylk­ing hef­ur stýrt þess­um mála­flokki í á ann­an ára­tug með sí­fellt verri ár­angri. Nú þarf að taka í horn­in á þess­um vanda.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert