Dæmi er um að eitt fyrirtæki á dagvörumarkaði hafi fengið 150 tilkynningar um verðhækkanir frá birgjum frá áramótum. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ).
„Það sem við er að glíma núna ef við horfum fyrst og fremst á matvöru- og dagvörugeirann, hvort sem það er heildsala eða smásala, þá höfum við aldrei fengið eins miklar hækkanir erlendis frá eins og á síðasta ári. Ástæðurnar eru flestum kunnar. Bæðið eftirmálar Covid-19 heimsfaraldursins og stríðið í Úkraínu leiddu af sér að heimsmarkaðsverð á hvers kyns hrávöru hækkaði verulega. Það er að stórum hluta orsök þeirrar innfluttu verðbólgu sem við höfum verið að glíma við.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.