Víðförull hafarnarungi í ævintýraleit

Haförn með unga
Haförn með unga Ljósmynd/Gyða Henningsdóttir & Einar Guðmann

Haförn­inn Lambi, sem merkt­ur var við sunn­an­verðan Breiðafjörð síðasta sum­ar, gerðist víðförull eft­ir að hann yf­ir­gaf æskuóðal sitt í nóv­em­ber, sam­kvæmt gögn­um úr leiðarrit­um sem sett­ir hafa verið á haf­arnar­unga í hreiðri síðustu ár.

Á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands seg­ir að frá ár­inu 2019 hafi leiðarrit­ar verið sett­ir á arnar­unga um allt varps­væði arn­ar­ins í þeim til­gangi að varpa ljósi á búsvæðanotk­un og ferðir ungra arna. Lambi var merkt­ur í júlí síðastliðnum, og kom í ljós að fugl­inn dvaldi á æskuóðal­inu allt fram í nóv­em­ber­lok. Þá tók hann sig upp og fór suður yfir Snæ­fells­nes­fjallag­arð þar sem hann dvaldi í tvo daga áður en hann en hélt aft­ur til baka norður yfir.

Þetta ferðalag virðist hafa ýtt und­ir frek­ari æv­in­týra­leit því í byrj­un des­em­ber var Lambi kom­inn norður í Hrúta­fjörð, fór þaðan aft­ur í Hvamms­fjörð, yfir í Hrúta­fjörð og endaði árið í Bitruf­irði á Strönd­um. Í janú­ar flaug hann norður all­ar Strand­ir, allt að Horni, síðan um Aðal­vík og Jök­ulf­irði yfir í Djúp, þar sem hann hef­ur haldið sig síðan um miðjan janú­ar.

Sum­arið 2022 voru send­ar sett­ir á 14 unga. Þrír dráp­ust á æskuóðulum í sept­em­ber og októ­ber, þar af er fuglaflensa staðfest dánar­or­sök tveggja. Sjö ung­ar eru farn­ir að heim­an; þrír í nóv­em­ber, tveir í des­em­ber og tveir í janú­ar, en at­hygli vek­ur að fjór­ir ung­ar eru ennþá heima við og er það óvenju seint miðað við fyrri ár. For­eldr­ar þess­ara fugla fá lítið and­rými því það stytt­ist í varp­tíma hjá örn­um. Pör­in fara að dytta að hreiðrum sín­um í mars og verpa í apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert