Yfirheyrslur yfir manninum standa yfir

Skotinu var hleypt af á sunnudagskvöld.
Skotinu var hleypt af á sunnudagskvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yf­ir­heyrsl­ur yfir mann­in­um, sem ligg­ur und­ir grun vegna skots­ins sem hleypt var af á Dubliner á sunnu­dags­kvöld, standa nú yfir. Tek­in verður afstaða til gæslu­v­arðhalds þegar líður á dag­inn.

Þetta staðfest­ir Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Hann seg­ir mann­inn sem ligg­ur und­ir grun vera um þrítugt en kýs að tjá sig ekki um hvort hann hafi komið áður við sögu hjá lög­reglu.

Hvað varðar byssu­kúl­una sem hafnaði í vegg inni á staðnum og byss­una sem fannst nærri vett­vangi seg­ist Grím­ur hvorki vilja tjá sig um hvort byss­an teng­ist árás­inni né af hvaða gerð kúl­an er. Hann staðfest­ir þó að byss­an sem fannst sé ekki því­vídd­ar­prentuð.

Spurður seg­ir hann rann­sókn­ina ganga vel en næstu skref séu yf­ir­heyrsl­ur og yf­ir­ferð gagna.

Skotið hafnaði í vegg við bar­inn og hlutu tveir aðhlynn­ingu í kjöl­farið. Ann­ar þeirra hafði áhyggj­ur af heyrn sinni eft­ir at­vikið og hinn var með skrámu á höfði. Síðar kom í ljós að skrám­an tengd­ist ekki skot­inu.

Þá var hinn grunaði hand­tek­inn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert