Sveinn Guðmundsson, lögmaður Þ. Þorgrímsson & co, segist hafa áfrýjað þremur dómum héraðsdóms af þeim fjórum sem fallið hafa síðan í haust gegn umbjóðanda hans vegna utanhússklæðninga.
Þau eru eðlislík en þó hver með sínu sérsniði. Fjórða málið er mjög sérstakt. Þar er um að ræða einstakling sem stefnir mállinu inn og er ekki lengur eigandi af eigninni. Því máli verður að sjálfssögðu áfrýjað.
Umbjóðanda hans hefur verið gert að greiða samtals tæpar 19 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málanna fjögurra.
„Við ætlum að fá okkar sjónarmið staðfest fyrir Landsrétti með yfirmati,“ segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Þ. Þorgrímsson & co.