Áfrýjað þremur dómum og þeim fjórða verður áfrýjað

Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður.
Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður. Mbl.is/Hari

Sveinn Guðmunds­son, lögmaður Þ. Þorgríms­son & co, seg­ist hafa áfrýjað þrem­ur dóm­um héraðsdóms af þeim fjór­um sem fallið hafa síðan í haust gegn um­bjóðanda hans vegna ut­an­hús­sklæðninga.

Þau eru eðlis­lík en þó hver með sínu sér­sniði. Fjórða málið er mjög sér­stakt. Þar er um að ræða ein­stak­ling sem stefn­ir máll­inu inn og er ekki leng­ur eig­andi af eign­inni. Því máli verður að sjálfs­sögðu áfrýjað.

Um­bjóðanda hans hef­ur verið gert að greiða sam­tals tæp­ar 19 millj­ón­ir króna í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna mál­anna fjög­urra.

„Við ætl­um að fá okk­ar sjón­ar­mið staðfest fyr­ir Lands­rétti með yf­ir­mati,“ seg­ir Sveinn Guðmunds­son, lögmaður Þ. Þorgríms­son & co.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert