Allir við borðið töluðu íslensku

Kvöldverðarboðið hjá Gunhild Kværness, málfræðingi, prófessor og miklum Íslandsvini. Þarna …
Kvöldverðarboðið hjá Gunhild Kværness, málfræðingi, prófessor og miklum Íslandsvini. Þarna töluðu allir íslensku. Frá vinstri: Gyrðir Elíasson, Jon Gunnar Jørgensen, prófessor í norrænu við Háskólann í Ósló, Oskar Vistdal, þýðandi Gyrðis og Aðalsteins í Noregi, gestgjafinn Gunhild Kværness, María Hjaltadóttir, íslenskur grunnskólakennari í Noregi, Kristín Svava Tómasdóttir skáld og John Swedenmark, þýðandi Gyrðis í Svíþjóð. Á myndina vantar Aðalstein Ásberg Sigurðsson skáld, en einhver varð að vera ljósmyndari. Ljósmynd/Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

„Aðdrag­and­inn var sá að fyr­ir næst­um ári var Gyrði Elías­syni boðið að koma á hátíðina og beðinn um að vera skáld hátíðar­inn­ar og það var þá fyrst sem við feng­um veður af þess­ari hátíð,“ seg­ir Aðal­steinn Ásberg Sig­urðsson, skáld og út­gef­andi, í sam­tali við mbl.is en hann var í hópi þriggja ís­lenskra skálda sem boðið var á ljóðahátíðina Nordisk Poesi­festi­val í Ham­ar í Nor­egi um helg­ina en sú hátíð er til heiðurs norska skáld­inu Rolf Jac­ob­sen.

Var Jac­ob­sen uppi ára­bilið 1907 til 1994 og hátíðin í Ham­ar hald­in í fyrsta sinn þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans árið 2007. Var hún hald­in annað hvert ár til að byrja með en á hverju ári frá 2011.

„Ástæðan fyr­ir því að Gyrði var boðið er að tvær ljóðabæk­ur hafa komið út eft­ir hann í Nor­egi og sú þriðja var í far­vatn­inu. Hann þigg­ur þetta boð í fyrra, að vera skáld hátíðar­inn­ar og svo er ég seinna beðinn að koma á hátíðina, ég var svo hepp­inn að fá ljóðabók út­gefna í Nor­egi á síðasta ári,“ seg­ir Aðal­steinn frá en svo vill til að auk þess að vera skáld er hann út­gef­andi Gyrðis Elías­son­ar svo þeir sóttu hátíðina, báðir sem skáld en einnig sem skáld og út­gef­andi. Þriðji boðsgest­ur­inn frá Íslandi var svo Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir, ljóðskáld og sagn­fræðing­ur, sem einnig er rætt við hér.

Gyrðir Elíasson og Kristín Svava Tómasdóttir en á hátíðinni var …
Gyrðir Elías­son og Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir en á hátíðinni var tveggja daga málþing um skáld­skap Gyrðis haldið. Ljós­mynd/​Aðsend

Á hátíðinni var haldið málþing um ljóðagerð Gyrðis og flutti Aðal­steinn eðli­lega er­indi þar. „Ísland var ágæt­lega kynnt þarna með okk­ur þrjú þaðan. Hátíðin er nor­ræn og þarna voru mörg skáld frá Nor­egi og nokk­ur frá Svíþjóð og Dan­mörku en við feng­um gott pláss af því að við vor­um með höfuðskáld hátíðar­inn­ar,“ seg­ir Aðal­steinn frá.

Hátíðin var sett á fimmtu­dag­inn í síðustu viku og stóð málþingið um Gyrði í tvo daga og þar hald­in tólf er­indi um ljóðagerð hans en ann­ars var dag­skrá­in á ýmsu formi og teygði sig um bæ­inn Ham­ar sem rómaður er fyr­ir nátt­úru­feg­urð en hann stend­ur við vatnið Mjøsa og eru vin­sæl úti­vist­ar­svæði þar víða um kring.

Aðalsteinn þylur skáldskapinn fyrir fullum sal á hljómplötukaffihúsi þar sem …
Aðal­steinn þylur skáld­skap­inn fyr­ir full­um sal á hljóm­plötukaffi­húsi þar sem hon­um var uppálagt að leika tónlist af plöt­um á milli er­inda. Ljós­mynd/​Aðsend

Á ýmsu gekk að sögn Aðal­steins. „Ég tók þátt í dag­skrárlið sem er víst alltaf hluti af hátíðinni og fer fram á LP-plötu-kaffi­húsi, þar átti ég að vera með ljóðaupp­lest­ur og blanda inn í hann tónlist af plöt­um og þar var fullt hús, um fimm­tíu manns, ég átti nú ekk­ert von á því en hvert sæti var skipað,“ seg­ir hann frá.

Nýj­asta ljóðabók Gyrðis kom svo út á hátíðinni, á norsku, og var full­ur sal­ur við þann viðburð einnig að sögn Aðal­steins. Hvaða þýðingu skyldi þetta höfðing­lega boð á Rolf Jac­ob­sen-hátíðina hafa fyr­ir ís­lensku skáld­in að mati Aðal­steins?

„Það skipt­ir heil­miklu máli sem eft­ir­fylgni og til að viðhalda sýni­leika fyr­ir Gyrði að koma þarna. Bæk­ur hans hafa komið út í Nor­egi og kast­ljós­inu er beint að hon­um á þess­ari hátíð, ég ræddi þarna við út­gef­end­ur hans í Nor­egi sem hafa verið tveir fram til þessa en er nú stefnt að því að sam­eina í einn. Nú, þetta skipt­ir líka máli fyr­ir mig, fyrsta bók­in eft­ir mig í Nor­egi kom út á síðasta ári, við Gyrðir erum með sama þýðanda í Nor­egi, hann heit­ir Osk­ar Vist­dal og fékk ein­mitt norsku þýðing­ar­verðlaun­in fyr­ir skáld­sögu eft­ir Gyrði fyr­ir nokkr­um árum. Svo sjá­um við hvað ger­ist með Krist­ínu, þar get­ur allt gerst, þetta var mjög skemmti­legt,“ seg­ir Aðal­steinn Ásberg Sig­urðsson, skáld og út­gef­andi, af för þeirra ís­lensku skáld­anna til Nor­egs.

Gyrðir ræðir skáldskapinn við umræðustjórnanda á málþinginu.
Gyrðir ræðir skáld­skap­inn við umræðustjórn­anda á málþing­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mér var boðið á þessa hátíð fyr­ir þrem­ur árum en svo var því alltaf frestað vegna Covid svo ég var að fara bara núna fyrst eft­ir nokkuð lang­an aðdrag­anda,“ seg­ir Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir af heim­sókn sinni á hátíðina sem hún hafði ekki heyrt um áður.

„Þetta var mjög skemmti­legt, hátíðin rót­gró­in og alltaf gam­an að fara og lesa sjálf­ur ekki síður en að hlusta á koll­ega sína,“ seg­ir Krist­ín frá.

Íslensku gest­irn­ir nutu hins besta bein­leika í Ham­ar en á móti þeim tók eng­in önn­ur en Gun­hild Kværness, mál­fræðing­ur og pró­fess­or þar í bæn­um og mik­ill Íslands­vin­ur sem dvald­ist lang­dvöl­um á Íslandi á ní­unda ára­tug ald­ar­inn­ar sem leið. Greindi hún mbl.is frá æv­in­týra­leg­um Íslands­ár­um í viðtali í fe­brú­ar 2021.

„Hún er mjög skemmti­leg týpa og gam­an að hitta fólk í út­lönd­um sem hef­ur tengsl við Ísland og tal­ar svona fína ís­lensku,“ seg­ir Krist­ín af gest­gjaf­an­um en þannig vildi til að átta manns sátu kvöld­verðarboð hjá Kværness um helg­ina og töluðu all­ir ís­lensku þótt aðeins væri helm­ing­ur­inn Íslend­ing­ar.

Skáld hátíðarinnar, Gyrðir Elíasson, í pontu.
Skáld hátíðar­inn­ar, Gyrðir Elías­son, í pontu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Stund­um hef­ur það ein­hverja praktíska þýðingu,“ svar­ar Krist­ín, spurð út í hvaða þýðingu boðið á hátíðina hafi fyr­ir hana, „maður hitt­ir fólk á svona hátíðum sem maður á svo kannski eft­ir að hitta aft­ur eða fara í sam­starf við, maður veit það aldrei fyrr en eft­ir á. Svo hef­ur það líka þýðingu að hlusta og heyra skáld lesa sem maður hef­ur ekki heyrt í áður og þarna voru ýmis nor­ræn skáld í yngri kant­in­um sem ég hafði ekki heyrt í áður,“ seg­ir hún.

Þá hafi það verið skemmti­legt fyr­ir hana að vera sam­ferða Aðal­steini og Gyrði og hlýða á er­indi þeirra. Krist­ín gaf út bók­ina Far­sótt fyr­ir jól og er núna „í ýmsu“ eins og hún seg­ir, ekki al­veg kom­in í næsta stóra verk­efni.

Gunhild Kværness stjórnar umræðum og upplestri íslensku skáldanna þriggja.
Gun­hild Kværness stjórn­ar umræðum og upp­lestri ís­lensku skáld­anna þriggja. Ljós­mynd/​Aðsend

Þó ljóstr­ar Krist­ín því upp að ljóðabók henn­ar Hetju­sög­ur, sem út kom fyr­ir hálfu þriðja ári, sé nú að koma út í Banda­ríkj­un­um og það í Texas af öll­um ríkj­um þarlend­um. Blaðamaður hvá­ir.

„Já. Fyrri bók­in mín, Stormviðvör­un, kom líka út þar. Þetta er dá­lítið dæmi­gert fyr­ir ljóðabrans­ann sem oft hang­ir á til­vilj­un­um og ein­hverj­um per­sónu­leg­um tengsl­um milli skálda og þýðenda og út­gef­enda. Þarna kynnt­ist ég henni Köru [Kara Bill­ey Thor­d­ar­son þýðandi, K.T. Bill­ey] sem þýddi Stormviðvör­un og er nú líka búin að þýða Hetju­sög­ur, það var hálf­gerð til­vilj­un að henni var bent á mig og við kom­umst í sam­band. Svo rataði hún inn í lítið for­lag og var gef­in þar út. Þetta er bara dæmi um þetta fal­lega þverþjóðlega sam­fé­lag og per­sónu­legu tengsl sem er dá­lítið dæmi­gert í ljóðaheim­in­um og þar eru svona ljóðahátíðir ein­mitt al­veg sér­stak­lega mik­il­væg­ar,“ seg­ir Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir að lok­um, ís­lenskt skáld sem er að koma út í Texas...og það öðru sinni.

Aðalsteinn ræðir við Jon Gunnar Jørgensen norrænuprófessor.
Aðal­steinn ræðir við Jon Gunn­ar Jør­gensen nor­rænu­pró­fess­or. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert