Spáð er norðlægri átt, 5 til 15 metrum á sekúndu og verður hvassast um landið suðaustanvert, en hvassara í vindstrengjum við austur- og suðausturströndina.
Él verða á Norður- og Austurlandi, annars verður þurrt og bjart. Bætir í ofankomu um tíma á norðaustanverðu landinu í dag.
Svipað veður verður á morgun en minni vindur, síst þó á Suðausturlandi.
Frost verður á bilinu 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins.