Allt að 15 stiga frost í dag

Frost verður á bilinu 2 til 15 stig, kaldast inn …
Frost verður á bilinu 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Spáð er norðlægri átt, 5 til 15 metr­um á sek­úndu og verður hvass­ast um landið suðaust­an­vert, en hvass­ara í vind­strengj­um við aust­ur- og suðaust­ur­strönd­ina.

Él verða á Norður- og Aust­ur­landi, ann­ars verður þurrt og bjart. Bæt­ir í ofan­komu um tíma á norðaust­an­verðu land­inu í dag.

Svipað veður verður á morg­un en minni vind­ur, síst þó á Suðaust­ur­landi.

Frost verður á bil­inu 2 til 15 stig, kald­ast inn til lands­ins.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert