Einn var fluttur á slysadeild eftir að þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi um áttaleytið í morgun.
Einn bíll var fluttur í burtu með Króki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en allt voru þetta fólksbílar.
Varðstjórinn hafði ekki frekari upplýsingar um meiðsli þess sem var fluttur á slysadeild.