Fjöldi skráðra hunda í Reykjavík var tæplega 2.500 um síðustu áramót. Raunverulegur fjöldi hunda er hins vegar áætlaður um 10 þúsund þar sem meirihluti hunda er óskráður.
Þetta kemur fram í svari Dýraþjónustu Reykjavíkur við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Svarið var lagt fram á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar.
Fram kemur í svarinu að í skýrslu starfshóps um málefni gæludýra, sem birt var á síðasta kjörtímabili, hafi talan 10 þúsund verið áætluð miðað við fjölda hunda á hverja 1.000 íbúa í borgum nágrannalandanna.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.