Kvikmyndin Volaða land „var bara dauð“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:30
Loaded: 6.60%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:30
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kvik­mynda­leik­stjór­inn Hlyn­ur Pálma­son seg­ir mynd sína Volaða land eig­in­lega hafa verið „dauða“ þar til hann fékk þá hug­mynd að gera aðal­per­són­una að ljós­mynd­ara. 

Við upp­haf mynd­ar­inn­ar seg­ir að hún byggi á sjö vot­plötu­mynd­um dansks prests sem hafi fund­ist í tré­kassa. Hlyn­ur viður­kenn­ir að það sé ekki satt. „En var satt fyr­ir mér þegar ég var að vinna í mynd­inni,“ seg­ir hann. Hann hafi lengi átt erfitt með að finna mynd­inni rétt­an far­veg.

„Mynd­in var ein­hvern veg­inn bara dauð, hún var svo þung og það var svo mikið verið að tala og það var mikið verið að tala um trú,“ seg­ir hann.

„Ég vissi ekki al­veg af hverju ég ætti að gera þessa mynd og var lengi vel að ströggla yfir því hvort ég ætti að vinna áfram með hana. En það var ein­hver kjarni í mynd­inni sem var alltaf spenn­andi og var ein­hvern veg­inn að toga í mig.“

Presturinn í Volaða landi er mikill áhugaljósmyndari.
Prest­ur­inn í Volaða landi er mik­ill áhuga­ljós­mynd­ari.

Kveikti á ímynd­un­ar­afl­inu

„En svo þegar ég fór að hugsa: „En ef hann er með mynda­vél? En ef hann er að mynda fólkið og lands­lagið?“, þá fór ég að ímynda mér hvernig þess­ar mynd­ir myndu líta út og hvernig þetta fólk væri og hvernig aðstæðurn­ar þegar hann tók mynd­irn­ar væru. Þetta allt kveikti á ímynd­un­ar­afl­inu, hand­ritið fór að verða meira spenn­andi og þá fór þetta allt af stað.“

Hlyn­ur var viðmæl­andi Ragn­heiðar Birg­is­dótt­ur í Dag­mál­um og sagði þar frá gerð mynd­ar­inn­ar Volaða land. Þætt­inn í heild má finna hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert