Landspítali færður af óvissustigi

Landspítali var settur á óvissustig vegna atburða í Wuhan-borg í …
Landspítali var settur á óvissustig vegna atburða í Wuhan-borg í Kína þann 30. janúar 2020. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Land­spít­ali hef­ur verið færður af óvissu­stigi vegna Covid-19. For­stjóri Land­spít­ala ákvað þetta í sam­ráði við far­sótta­nefnd í gær. 

Rúmt ár er liðið frá því að tak­mörk­un­um í land­inu vegna kór­óna­veirunn­ar var aflétt en þetta mun vera í fyrsta sinn frá því í janú­ar árið 2020 að spít­al­inn er ekki á óvissu-, hættu- eða neyðarstigi vegna Covid-19.

Land­spít­al­inn var sett­ur á óvissu­stig þann 30. janú­ar árið 2020 en síðan þá hef­ur hann verið færður á óvissu­stig, hættu­stig eða neyðarstig alls 19 sinn­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef spít­al­ans.

Sjúk­dóm­ur­inn bú­inn að ná jafn­vægi

Í viðbragðsáætl­un Land­spít­ala er gert ráð fyr­ir því að spít­al­inn sé sett­ur á óvissu­stig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögu­legs eða orðins at­b­urðar. Dag­leg starf­semi ræður við at­b­urðinn, upp­lýs­ing­ar eru óljós­ar eða ekki næg­ar til að virkja viðbragðsáætl­un til fulls. Far­sótta­nefnd er að störf­um á óvissu­stigi og er tengiliður við sótt­varna­lækni.

Nú, rúm­lega þrem­ur árum eft­ir fyrsta óvissu­stig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúk­dóm­ur­inn virðist vera bú­inn að ná jafn­vægi í sam­fé­lag­inu. Því er ekki leng­ur ástæða til að vera með sér­stak­ar aðgerðir inn­an spít­al­ans aðrar en sýk­inga­varn­ir til að verj­ast sjúk­dómn­um. Þannig var grímu­skyldu breytt í val­kvæða grímu­notk­un þann 10. mars sl. og þar með voru síðustu sér­tæku ráðstaf­an­irn­ar felld­ar úr gildi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Tekið er fram að þrátt fyr­ir þenn­an áfanga er enn full ástæða til að fylgj­ast vel með og vera á tán­um gagn­vart nýj­um af­brigðum veirunn­ar, breyttri sjúk­dóms­mynd og nýj­um far­sótt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert