Ofurölvi á íþróttasvæði

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Hari

Til­kynnt var um ein­stak­ling sem var ofurölvi á íþrótta­svæði í hverfi 105, að því er kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Einnig voru höfð af­skipti af ein­stak­lingi sem er grunaður um sölu fíkni­efna. Hann er jafn­framt grunaður um akst­ur bif­reiðar und­ir áhrif­um vímu­efna.

Til­kynnt var um minni­hátt­ar lík­ams­árás í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík, auk þess sem lög­regl­unni barst til­kynn­ing um mann­eskju sem var ofurölvi á veit­ingastað í miðbæ Reykja­vík­ur. Henni var ekið til síns heima.

Svaf ölv­un­ar­svefni á bens­ín­stöð

Einnig barst til­kynn­ing um ein­stak­ling sem svaf ölv­un­ar­svefni á bens­ín­stöð í hverfi 105. Hon­um var einnig ekið til síns heima.

Ökumaður var stöðvaður við akst­ur bif­reiðar grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Þá kom jafn­framt í ljós að viðkom­andi var án öku­rétt­inda.

Lög­reglu­menn voru með um­ferðareft­ir­lit á Bú­staðavegi. Kannað var með ástand og rétt­indi um 200 öku­manna. Einn er grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og öðrum gert að hætta akstri.

Í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Kópa­vogi og Breiðholti voru tveir öku­menn stöðvaðir, grunaður um akst­ur bif­reiðar und­ir áhrif­um vímu­efna.

Skrán­ing­ar­merki voru einnig fjar­lægð af sex­tán bif­reiðum, ým­ist vegna van­rækslu á að færa öku­tæk­in til skoðunar á til­skild­um tíma eða vegna þess að öku­tæk­in voru ótryggð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert