Tilkynnt var um einstakling sem var ofurölvi á íþróttasvæði í hverfi 105, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig voru höfð afskipti af einstaklingi sem er grunaður um sölu fíkniefna. Hann er jafnframt grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum vímuefna.
Tilkynnt var um minniháttar líkamsárás í Vesturbænum í Reykjavík, auk þess sem lögreglunni barst tilkynning um manneskju sem var ofurölvi á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Henni var ekið til síns heima.
Einnig barst tilkynning um einstakling sem svaf ölvunarsvefni á bensínstöð í hverfi 105. Honum var einnig ekið til síns heima.
Ökumaður var stöðvaður við akstur bifreiðar grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá kom jafnframt í ljós að viðkomandi var án ökuréttinda.
Lögreglumenn voru með umferðareftirlit á Bústaðavegi. Kannað var með ástand og réttindi um 200 ökumanna. Einn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og öðrum gert að hætta akstri.
Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti voru tveir ökumenn stöðvaðir, grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum vímuefna.
Skráningarmerki voru einnig fjarlægð af sextán bifreiðum, ýmist vegna vanrækslu á að færa ökutækin til skoðunar á tilskildum tíma eða vegna þess að ökutækin voru ótryggð.