Tímabært er talið að aflétta fortakslausu banni við framleiðslu áfengis til einkaneyslu og er því lagt til í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra að bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu á áfengi sem inniheldur minna en 21% af hreinum vínanda verði afnumið.
Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en sambærileg þingmannafrumvörp, sem lögð hafa verið fram á Alþingi, hlutu ekki afgreiðslu. Felur breytingin það fyrst og fremst í sér að ekki verði lengur refsivert fyrir einstaklinga að framleiða áfengi með þessum takmörkunum. Heimabruggun á öli og léttvíni verði því heimil en ekki á sterku áfengi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.