Árekstur þriggja bíla varð á Vesturlandsvegi upp úr klukkan 7 í morgun. Slysið átti sér stað nálægt verslunarkjarnanum Korputorgi.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að slysið hafi orsakast svo að einn ökumaður hafi ekið bifreið sinni aftan á aðra, sem lenti síðan á þeirri þriðju.
Flytja þurfti einn með sjúkrabíl á slysadeild til skoðunar og eina bifreið þurfti að fjarlægja af vettvangi með dráttarbíl.