Fyrsti vinningur í Víkingalottó gekk ekki út í kvöld. Heppinn Norðmaður var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 18 milljónir króna í vinning.
Hinn alíslenski bónusvinningur gekk ekki út í þetta sinn.
Enginn var með 1. vinning í Jóker, en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fá þeir 100.000 krónur í sinn hlut.
Annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur í Krambúðinni að Byggðavegi á Akureyri.