Ætlaði nakinn í sund

Borgari sem lögregla hafði afskipti af í dag ætlaði í …
Borgari sem lögregla hafði afskipti af í dag ætlaði í sund sem enda hefur löngum þótt heilsubætandi. Sá sem hér segir af hafði hins vegar hvorki sundföt né fé meðferðis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af gesti sund­laug­ar­inn­ar í Breiðholti í dag en sá hafði ætlað sér í laug­ina án þess að hafa meðferðis til­skil­inn sund­fatnað auk þess sem hann hugðist held­ur ekki greiða fyr­ir að nýta jarðvarma­auðlind­ina.

Vísaði lög­regla mann­in­um á brott og lauk mál­inu þar.

Í um­dæmi sömu lög­reglu­stöðvar, stöðvar þrjú fyr­ir Kópa­vog og Breiðholt, var brot­ist inn í geymsl­ur í Breiðholti og raf­magns­hjóli stolið þar auk ann­ars. Þá var til­kynnt um skemmd­ar­verk á bif­reið í bíla­kjall­ara í Kópa­vogi og sinu­bruna í Efra-Breiðholti.

Þar hlupu veg­far­end­ur til og slökktu eld­inn en slökkvilið kom engu að síður á vett­vang og gerði ráðstaf­an­ir til að tryggja að eld­ur­inn gysi ekki upp að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka