Norræn ráðstefna hefst klukkan 9 á Grand Hótel um það hvað Norðurlöndin geta lært af þeim aðgerðum sem þau gripu til á vinnumarkaði vegna heimsfaraldursins. Ráðstefnan stendur til kl. 16 í dag og er haldin í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Beint streymi frá ráðstefnunni:
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birtir í dag umfangsmikla úttekt sem liggur til grundvallar ráðstefnunni. Skýrslunni og ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á viðbrögð norrænna stjórnvalda og áhrif heimsfaraldursins á vinnumarkað Norðurlandanna með það að leiðarljósi að ríkin verði betur í stakk búin þegar áföll verða á vinnumarkaði í framtíðinni, að því er kemur fram í tilkynningu.
Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum á ráðstefnunni eru Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Stefano Scarpetta, framkvæmdastjóri félags- og vinnumarkaðsmála hjá OECD.
Ráðstefnustjóri er Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og doktor á sviði lýðheilsu, stefnumótunar og stjórnunar. Stjórnandi pallborðsumræðna er Huginn Freyr Þorsteinsson, doktor í heimspeki og stjórnarformaður Vinnumálastofnunar