Drakk spritt á stofnun

Maður var til vandræða á Laugavegi í dag og bað …
Maður var til vandræða á Laugavegi í dag og bað lögregla hann að hafa sig á brott. Fleiri voru í annarlegu ástandi eða höfðu tekið á sig náðir á stöðum þar sem slíkt er ekki í boði. mbl.is/​Hari

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók í dag þrjá grunaða inn­brotsþjófa sem hitt­ust fyr­ir á vett­vangi í Gerðunum þar sem til­kynnt hafði verið um inn­brot í geymsl­ur. Voru hinir hand­teknu vistaðir í þágu rann­sókn­ar en þýf­inu komið til rétt­mætra eig­enda.

Þá stöðvaði lög­regla akst­ur öku­manns sem grunaður var um ölv­un og reynd­ist önd­un­ar­sýni frá hon­um tölu­vert yfir mörk­um. Fór lög­regla með öku­mann­inn í blóðsýna­töku og var hann frjáls ferða sinna að henni lok­inni.

Sof­andi með hníf í sorp­geymslu

Í Aust­ur­bæn­um var lög­regla feng­in til að fjar­lægja mann sem óvel­kom­inn var á stofn­un nokk­urri. Þar hafði maður­inn komið sér fyr­ir, tekið hreins­un­ar­spritt trausta­taki og hafið neyslu þess. Hafði hann sig á brott eft­ir að lög­regla hafði vandað um við hann.

Í Tún­un­um svaf maður í rusla­tunn­u­geymslu og reynd­ist við at­hug­un lög­reglu auk þess vera með hníf á sér. Má sá eiga von á kæru fyr­ir vopna­laga­brot en lög­regla gerði hníf­inn upp­tæk­an.

Þá var maður til al­mennra leiðinda og vand­ræða á Lauga­vegi og þurfti lög­regla að vísa hon­um þaðan á brott.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert