Hæstiréttur samþykkir beiðni sérsveitarmanns

Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum.
Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra um að áfrýja dómi Landsréttar.

Málið snýst um kröfur hans um bótagreiðslur úr slysatryggingu vegna áfallastreituröskunar sem hann hefur glímt við eftir að hann tók þátt í aðgerð í Hraunbæ í Reykjavík árið 2013 sem leiddi til dauða manns.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vátryggingafélag Íslands var í héraðsdómi dæmt til að greiða honum um 2,5 milljónir króna í bætur en Landsréttur sýknaði tryggingafélagið. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að krafa hans hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað í mars 2021.

„Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um fyrningu kröfu á sviði vátrygginga. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka